Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 3

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 3
Þór Tjörvi Þórsson Fyrstu Hljómarnir 1963: Rúttar Júlíusson, Eittar Júlíusson, Erlingur Björnsson, Gunnar Þórðarson og Eggert Kristinsson allra Hljómar og upphaf útrásar íslenskra tónlistarmanna Þegar fjallað er um útrás íslenskra tónlist- armanna er auðvelt að sjá hver jir hafa náð árangri og hverjum hefur mistckist. Það er hins vegar mun vandasamara verk að greina hvers vegna sumir ‘meikuðu’ það en aðrir ekki. Til að mynda er ekki nóg aö hlusta á viðkomandi tónlistarmenn og dæma út frá því, þar sem slík aöferðarfræði byggir eingöngu á huglægu mati og persónulegum srnekk gagnrýnandans. Þar sem tónlist er iöulega barn síns tíma verðum við að forðast aö tónlistarmenn séu rnetnir á ósanngjörnum forsendum nútímahugmynda og styðjast við samtímaheimildir. Hugleiöingar um vel- gengni íslenskra tónlistarmanna á erlendri grund geta samt aldrei verið algjörlega hlutlausar, því einn mikilvægasti þáttur útrásarsögunnar er samanburður viðkom- andi útrásarbanda við ríkjandi strauma og stefnur erlendis. Slíkur samanburður kallar vitaskuld á per- sónulegt mat en afhjúpar um leið rauðan þráð í islenskri útrásarsögu: Það er gæfusamara fyrir tónlistarmenn að leggja línurnar í stað þess að fylgja þeim eftir. Með öðrum orðum; hljóm- sveitir sem drukkna ekki í erlendum áhrifum, eru framsæknar og samkvæmar sjálfum sér eru lfklegri til að ná frama á útlendum vettvangi. Það hefur margoft sýnt sig að íslenskar hljóm- sveitir kaffærast ef þær róa í meginstraumnum og því sé mun vænlegra fyrir þær að þróa sér eigin stíl úti á jaðrinum. Þannig hafa margar af vinsælustu hljómsveitum íslands, eins og til dæmis sveitaballaböndin, fallið flatt um tilraun- ir sínar til frægðar erlendis á meðan listamenn á borð við Mezzoforte, Sykurntolana, Björk, Sigur Rós og Múm hafa náð góðum árangri. Ef meginmarkmið tónlistarmanna er vinsældir en ekki listsköpun, er hætt við að aðdáendahópur þeirra takmarkist við hinn smávaxna innlenda rnarkað. Þrátt fyrir undatekningar á þessari reglu, eins og til dæmis vinsældir diskóbands- ins Þú og ég í Japan um 1980, eru frumleiki og tónsmíðar á eigin forsendum veigamesti þátt- urinn þegar fella á dóm um velgengni íslenskra tónlistarmanna erlendis. Vitaskuld hafa önnur öfl líka áhrif eins og takmörkuð hljóðversað- staða hérlendis framan af, stuðningur erlendra útgáfa við útrásarböndin, samfélagsleg þróun og þá sérstaklega ört stækkandi markhópur fyrir fjölbreyttari tónlistarstefnur og þrautseigja tónlistarmannanna. Þetta er sú mælistika sem verður að mestu leyti fylgt eftir í þessu erindi. Bílskúrar fá nýtt hlutverk Frá lokum Seinna stríðs gengu íslendingar taktföstum skrefum úr hinu fátæka bændasam- Þór Tjörvi Þórsson félagi ylir í tæknivæddan nútímann. Velmeg- unin skilaði sér inn á íslensk heimili og aukin fjárráð veittu almenningi meira svigrúm til þess að njóta hinnar fjölbreyttu dægurmenningar sem óhjákvæmilega fylgdi hernámsliðinu. Um miðjan sjötta áratuginn gekk rokkæðið yfir landið og helsti neytendahópur dægurmenning- ar, unglingurinn, varð til. Atak Viðreisnarstjórn- arinnar í að afnema innflutningshöft og tolla FAXI 3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.