Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 5

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 5
auðveldaði æskunni að nálgast nýjustu, erlendu slagarana sem og gítara og önnur hljóðfæri. Bíl- skúrar landans öðluðust nýtt hlutverk og hýstu unglinga sem glömruðu á nýfengin hljóðfæri sín af mikilli ákefð. Þrátt fyrir að það sé langur vegur frá bílskúrsböndum á forsíður glans- tímarita þá var þetta mikilvægt skref í íslensku hljómlistarlífi. Þar hefur fræjunum jafnan verið sáð og er oftar en ekki fyrsta stoppistöð þeirra sem geta sér nafn í tónlistarbransanum. Áhrif þessarar þróunar sýndu sig þegar bítla- sjúkdómurinn lagðist yfir flest ungmenni lands- ins. Öfugt við hljómsveitaskortinn í rokkæðinu þá var fjöldi íslenskra pilta tilbúinn að taka sér gítar í hönd og gaula ‘She loves you yeah yeah yeah’. Bítlatónlistin var því flutt af hljómsveit- um sem skildu hvað tónlistin gekk út á, annað en hægt er að segja um dægurlagasöngvarana sem reyndu að túlka rokkið nokkrum árum fyrr. Fæstar bítlasveitanna voru þó metnaðarfullar framan af, fluttu ekki frumsamið efni og reyndu í staðinn að herma hvað best þær gátu eftir erlendum sveitum. Enda var verðleiki hljóm- sveita metinn eftir því hversu vel þær stældu erlend bönd. Þetta voru því að stærstum hluta ‘cover-bönd’ sem reyndu að skemmta sjálfum sér og öðrum á dansleikjum helgi eftir helgi. Ein hljómsveit bar höfuð og herðar yfir aðrar hljómsveitir bítlatímans. Þetta var hljómsveit með metnað og hafði háleitari markmið en að apa bara eftir öðrum. Þetta voru hinir íslensku Bítlar, Hljómar frá Keflavík. Fyrstu fulltrúar bítlamenningar á Islandi Hljómar hófu æfingar af fullum krafti sumarið 1963 og einblíndu mest á rokk ‘standarda’, sérstakleg lög The Shadows. Um svipað leyti varð Rúnar Júlíusson sér úti um fyrstu hljóm- plötu efnilegrar rokksveitar frá Bretlandi sem kallaðist The Beatles. Hljómar ákváðu að bæta sex bítalögum á lagalistann hjá sér, enda féllu þau vel að ímynd hljómsveitarinnar og lögin að hennar mati eins og hvert annað rokk. Hljómar héldu sinn fyrsta dansleik í samkomuhúsinu Krossinum á Suðurnesjum 5. október 1963 og tóku eftir hversu miklu betri viðbrögð bítlal- syrpan vakti en önnur rokklög. Þegar kvöldið var úti hafði hljómsveitin leikið bítlasyrpuna sex sinnum við glimrandi undirtektir og ákvað í kjölfarið að bæta fleiri bítlalögum á prógramm- ið. Tímasetningin gat vart verið heppilegri fyrir Hljóma, því skömmu fyrir umræddan dansleik komust Bítlarnir á topp vinsældalistans í Bret- landi með laginu ‘She loves you’. Örlögin voru Hljómum því hliðholl og þeir urðu „einfaldlega fyrstu l'ulltrúar bítlamenningar á Islandi, enda farnir að flytja lögin af [bítlajplötunni, sem sló svo eftirminnilega í gegn, án þess endilega að hafa haft það í huga (Eggert V. Kristinsson, Morgunblaðið, 4. október 2003, bls. 4 B). Upphaf bítlafársins á íslandi eru yfirleitt mið- uð við miðnæturtónleika í Háskólabíó í október árið 1964. Þar spiluðu allar helstu bítlasveitir Nokkrir félagar gera sér glaðan dag í Krossinum. F. v.: Nils Jensen, Steinþór Júlíusson, Skúli Skúlason, Sveinn Friðfinnsson, Karl Steinar Guðnason, Friðrik Jensen og Margeir Sigurbjörnsson. (Ljósmyndirnar í Krossinum tók Birgir Guðnason á tímabilinu 1957-59.) í kvennafans. F.v.: Nanna Gunnarsdóttir, Vil- hjálmur Gíslason og Guðrún Árnadóttir. Engilbert Jensen, stórsöngvari landsins og Hljómar voru ótvíræðir sigurveg- arar kvöldsins. Áhorfendur gengu hreinlega af göllunum þegar Hljómar hertóku sviðið og öskrin yfirgnæfðu tónlistina. Eftir tónleikana beið meira að segja stúlknaskari eftir meðlim- um Hljóma og reyndi að krækja sér í lokk úr hári þeirra. Bítlaæðið var hafið. Flestum var ljóst „að [þarj kvað við nýjan tón og enginn, sem var viðstaddur tónleikana, varð samur á eftir. Hljómarnir spiluðu einhvern veginn öðruvísi en aðrar hljómsveitir og öll „hollingin' á þeim bar þess glöggan vott, að ferskir vindar blésu nú uin íslenska dægurtónlist." (Sveinn Guðjónsson, Morgunblaðið, 22. nóvember 1997) íslensk æska varð gagntekin af bítla- menningunni og Hljómar urðu samnefnarar hennar. Haldið á fjarlæg mið í ljósi gífurlegra vinsælda Hljóma hér á landi afréð Svavar Gests að gefa út tvö frumsamin lög með sveitinni árið 1965, Bláu augun þín og Fyrsti kossinn. Hljómar varð þannig fyrstir íslenskra bítlasveita til að brjóta ísinn og gefa út plötu. Lögin fengu feiknamikla spilun í útvarpi og platan seldist í rúmlega 5000 eintökum, sem þótti mjög mikið. Með þessu sýndu Hljóntar og sönnuðu að þeir væru nógu góðir til að semja og flytja eigin tónlist. Þegar upptökurnar fóru fram var Pétur Östl- und sestur við trommusettið og vildu hinir meðlimir Hljóma að Engilbert einbeitti sér að söngnum. Hann var ekki sáttur við þá ákvörð- un, pakkaði saman kjuðunum og gekk til liðs við Óðmenn þegar hljóðritun laganna var lokið. Pétur var afskaplega fær trommari og bætti samspilið mikið. Hinn ungæðislegi rokkblær sem einkenndi tónleika sveitarinnar skilaði sér samt ekki á upptökurnar. Hljómurinn var mun mýkri, en jafnframt líklegri til vinsælda. Hið sama gilti um fjögurra laga EP-plötu sem kom út haustið 1965, nema hvað hún varð ekki nærri eins vinsæl og fyrri platan. Munaði sjálfsagt miklu um brotthvarf Engilberts, en hann virðist hafa verið mikilvægur hlekkur í vinsældum Hljóma hérlendis. Allt frá stofnun hljómsveitarinnar var stefnan tekin á erlenda nrarkaði og að sögn Rúnars Júlíussonar var ætlunin ávallt „að ná lengra en bara rétt yfir Miðnesheiðina, suðvesturhornið og eitt og eitt gig á Akureyri." (Viðtal höf- undar við Rúnar 2002). Varnarliðið í Keflavík átti sinn þátt í að halda draumnum lifandi, en Hljómar voru mjög iðnir við tónleikahald á herstöðinni og vöktu jafnan góða lukku. Margir Kananna hvöttu hljómsveitina til að drífa sig til Bandaríkjanna og gera atlögu að þarlendum vinsældarlistum. Sumir hverjir litu stórt á sig og sögðust hafa góð sambönd í tónlistarbransanum í Ameríku. Þrátt fyrir að slíkar staðhæfingar væru yfirleitt orðin innantóm, þá var hrifning Kanans af Hljómum mikilvæg fyrir sjálfs- FAXI 5

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.