Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 6

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 6
traust hljómsveitarmeðlima og staðfesting á að Hljómar gætu nað hylli erlendra hlustenda. Síðla árs 1965 birtust fréttir í fjölmiðlum landsins um að Hljómar hygðust halda á fjarlæg mið til að vinna hug og hjörtu unglinga í Evrópu. Þeir ætluðu að taka heimsbyggðina með trompi og ákváðu, eins og sannri bítla- hljómsveit sæmdi, að leggja til atlögu með mynd um hljómsveitina. Myndin hlaut nafnið Umbarumbamba og hana átti að sýna um allan heim. Það var Reynir Oddson, einn efnilegasti kvikmyndaleikstjóri landsins, sem tók að sér leikstjórn á þessum herlegheitum. Markmiðið var að gera 30 mínútna langa heimildamynd um Hljóma og sveitaböll á Islandi. Utkoman var hins vegar mjög klaufaleg, 13 mínútna mynd sem var sýnd sem aukamynd í Austubæjarbíói í tvo daga. Þegar Hljómar voru í London að taka upp lög fyrir myndina kom umboðsmaður sveit- arinnar, Dan Stevens, henni í samband við EMI-útgáfuna. 1 þá daga tíðkaðist ekki að útsendarar mættu á tónleika hjá upprennandi hljómsveitum, heldur mættu böndin inn á skrifstofu plötuútgáfanna og spiluðu þar fyrir jakkafataklædda menn. Rúnar Júlíusson sagði að umhverfið sem þeir þurftu að sanna sig í hafi verið frekar afkáralegt, tónleikastemmninguna vantaði alveg í litlaust skrifstofuherbergið og í stað brjálaðra unglinga góndu heldri menn á þá þungir á brún. Eitthvað gerðu drengimir rétt því að þeir lönduðu plötusamningi hjá Parlophone, sama merki og Bítlarnir voru á. Um var að ræða tveggja ára samning sem hljóðaði upp á tvær EP-plötur og eina stóra plötu. Thor’s Hammer, eins og þeir hétu í útlöndum, höfðu tekið upp níu lög fyrir myndina, öll á ensku að sjálfsögðu, og voru fyrstu tvö lögin gefin út í Bretlandi þann 11. mars 1966. Þetta voru lögin Once og A Memory, sem voru líkt og önnur lög á Umbarumbamba eftir Gunnar Þórðarson við texta Péturs Östlund. MeðlimirThor’s Hammer voru bjartsýnir á framhaldið og létu meðal annars sérsauma vesti með nafni hljómsveit- arinnar aftan á. Parlophone gaf síðan út sex lög til viðbótar með sveitinni og komu þau öll út á tvöföldu albúmi, sem innihélt eina tveggja laga plötu og aðra fjögurra laga. Ekkert þessara laga vakti hins vegar athygli í Bretlandi, plöturnar seldust lítið sem ekkert og því var aldrei ráðist í gerð stórrar plötu með Thor’s Hammer. Fjölskrúðugari tónlistarflóra Velgengni hinna íslensku Bítla var ekki jafngóð og vonast hafði verið til. Um sumarið 1966 birtist hins vegar auglýsing þess efnis að Hljómar hefðu gert fimm ára plötusamning í Bandaríkjunum. Ennfremur sagði í auglýsing- unni að umrætt útgáfufyrirtæki myndi engu til spara og eyða allt að fimm milljónum dollara í markaðsherferð þarlendis. Þótt Hljómar renndu hýru auga vestur um haf um þetta leyti reyndust þessar staðhælingar ekki á rökum reistar. í árs- byrjun 1967 lifnaði heldur betur yfir „meik- draumum" hljómsveitarinnar, þar sem hún land- aði samning upp á tveggja laga plötu við hina A góðri stund í Krossinum. F.v.: Nils Jensen, Hafsteinn Júlíusson, Engilbert Jensen, Veiga Guðjóns- dóttir, Friðrik Jensen, Þórir Rojf. Fremstur á mynd Þorsteinn Arnason. "Viltu með mér vaka í nótt?" Sveinn Friðfinns- son og Agústa Erlendsdóttir höfðu skaðað orðspor sveitarinnar verulega. Hér á landi var tónlistarfióran lfka orðin mun fjölskrúðugari og á árunum 1966-1967 spratt upp fjöldi hljómsveita sem ógnuðu yfirráðum Hljóma. Hljómsveitir eins og Flowers, Roof Tops, Dátar og Óðmenn gerðu harða atlögu að „titlinum“ vinsælasta hljómsveit landsins. Fáir reiknuðu með að Hljómar ættu afturkvæmt á toppinn og voru undrandi þegar hljómsveitin snéri tvíefld til baka. Hljómar riðu á vaðið 1967 og varð fyrst íslenskra bítlasveita til að gefa út stóra plötu. Platan innihélt 12 lög, sex þeirra eftir Gunnar Þórðarson en restin var erlendir slagarar við íslenska texta. Platan var að vissu leyti skref aftur á bak og í anda þess sem tíðk- aðist erlendis í upphafi bítlaæðisins, en þá voru yfirleitt jöfn skipti á milli frumsaminna laga og tökulaga. Umhverfið var hins vegar gjörbreytt árið 1967, hljómsveitir kepptust um að koma eigin efni á framfæri og það var einmitt tilfellið með Thor’s Hammer á sínurn tíma. En með plötunni endurheimtu Hljómar þó fyrri vinsæld- ir sínar og héldu þeim linnulaust þar til hljóm- sveitin hætti störfum tímabundið árið 1969. Hljómar voru frumkvöðlar í útrás íslenskra tónlistarmanna og þegar sá þáttur á ferli þeirra er skoðaður, er nauðsynlegt að hafa hugfast hversu ólíkar hljómsveitir Thor’s Hammer og Hljómar voru. Virðist nærvera Engilberts Jensen hafa skipt miklu máli, en með hann inn- anborðs voru lagasmíðar sveitarinnar mun létt- ari. Þrátt fyrir að Hljómar eigi í sínum lagasarpi bandarísku Columbiu-útgáfu. Þrjú lög voru val- in til hljóðritunar og fékk Columbia bandaríska „session-leikara” til að spila grunninn að lög- unum. Sú ákvörðun að fá aðra til að spila lögin var ekki vantraust á meðlimi Hljóma, heldur voru slík vinnubrögð í hávegum höfð hjá Col- umbia á þessum árum. Reyndar flaug Gunnar út til að spila gítarsóló, ásamt því að Dan Stevens lék á trompet í öllum lögunum. Söngurinn var síðan hljóðritaður í London og bætt við upptök- urnar eftir á. Tvö lög voru gefin út og hétu þau Stay og Show me you like me. Lögin báru þess ekki merki að vera Thor’s Hammer-lög, því í þeim var talsvert um blásturshljóðfæri og tónn þeirra þar af leiðandi ólíkur fyrri verkum sveit- arinnar. Platan var gefin út 27. október 1967, en vakti litla sem enga athygli og var því bæði upphaf og endir Columbia-ævintýrisins. Rétt áður en gengið var frá samningi við Col- umbia-útgáfuna sagði Pétur Östlund skilið við hljómsveitina og Engilbert Jensen tók aftur við trommukjuðunum. En „meikbröltið", ensku söngtextarnir og Umbarumbamba-myndin Hljómar 1967: Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórö- arson, Engilbert Jensen, Erlingur Björnsson og Shady Owens 6 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.