Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 8

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 8
Kristján Pálsson: „Enda komu þeir færandi hendi” Hvaða ástand skapaðist á Suðurnesjum með komu varnarliðsins á Keflavíkurflug- völl 7. maí árið 1951, voru allir kátir? Komu þeir færandi hendi? Hvað um siðferðið og sjónvarpið? Hvað breyttist mest? Þessi fyrirlestur er hluti af BA-ritgerð minni í sagnfræði við Háskóla Islands. Við undirbúninginn hef ég tekið viðtöl við nokkra aðila af Suðurnesjunum sem bjuggu hér á 6. áratugnum þá orönir full- tíða menn. Eg hef einnig skoðað m.a. Faxa, fundargerðarbók UMFN og dagblöö. Frekari rannsóknir af minni hálfu um þetta efni eru fyrirhugaðar á næstunni. Koma varnarliðsins Þegar varnarliðið kom 7. maí hljóðar forsíða Þjóðviljans þannig: „Landráðin framin.” Hér er ekki skafið af því frekar en venjulega í því blaði. Fyrirsögn Morgunblaðsins hljóðaði svo: „Varnarlið kom til Keflavíkur í morgun. Þjóðviljinn andskotast út í þennan samning og varnarliðið á Kefiavíkurflugvelli ár eftir ár uppfrá þessu. Morgunblaðið svaraði oftast skil- merkilega. En hvernig var umræðan í Keflavík og Njarðvík? Helsta blað þessa tíma á Suðurnesjum var Faxi. Þar segir í dálki sem nefndur var „ Úr flæðarmálinu” eftirfarandi um þennan atburð. „Mánudagurinn 7. maí rann upp heiður og fagur-en vélagnýr var yfir Suðurnesjum. Flugvélar svifu um loftið og lentu að lokum á Keflavíkurflugvelli. Þær höfðu bandarískt herlið innanborðs, sem á að hafa hér setu samkvæmt samningi milli Bandaríkjanna og íslands, gerðum í anda hinna Sameinuðu þjóða. Ovíst mjög er hvað koma setuliðsins boðar okkur Suðurnesjamönnum-öryggi, eða öfugt-því sker reynsla ein úr um.” Þetta er afskaplega hlutlaust og ópólitískt þó óvissa sé talin vera um framtíðina. Voru Suðurnesjamenn þá hlutlausir í þessu máli eða fylgdu þeir stjórnarflokkunum að málum og sáttir með sitt? Það virðist vera, en það var ekki einróma þó! Fyrstu mótmælin komu reyndar úr óvæntri átt. A forsíðu Þjóðviljans 30. maí 1951 erfyrirsögn sem hljóðár svo: „Kvenfélagið í Njarðvík samþykkir að veita hermönnum ekki aðgang á skemmtanir sínar”. Það er forvitnilegt að kven- félag sé að álykta með þessum hætti. Ég skoð- aði bakgrunn þessarar fréttar. í fundargerðarbók Ungmennafélags Njarðvikur kemur í ljós að Frá jólatrésskemmtun í Ungó 1953. Skemmtunin var haldin á vegum bandaríska varnarliðsins. Yf- irmaður varnarliðsins, McGo hershöfðingi, ávarpar gesti en við hlið hans stendur Helgi S. Jónsson sem túlkaði fyrir hershöfðingjann. (Byggðasafn Reykjanesbœjar) Braggahverfi í Ytri-Njarðvík á stríðsárunum 1939-1944. (Byggðasafn Reykjanesbœjar) þetta mál var til umræðu á aðalfundi Samkomu- húss Njarðvíkur (Krossinum) 27. maí 1951. Þar bar Bjarni Einarsson hreppsnefndarmaður Sósíalistaflokks Njarðvíkur upp svohljóðandi tillögu: „ Sameiginlegur fundur Ungmenna- félags Njarðvíkur og Kvenfélagsins Njarðvík haldinn 27. maí samþykkir, að á meðan erlend- ur her dvelur í landinu skulu engir menn með hernaðareinkennum fá að dvelja í húsakynnum félaganna á skemmtunum þess eða öðrum samkomum í húsinu.” Var tillaga þessi sam- þykkt með öllum atkvæðum nema einu, eins og segir í fundargerðinni. Þessi bókun virðist með einhverjum hætti hafi borist nær samstundis til 8 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.