Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 10

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 10
Hermenn varnarliðsins höfðu lítið við að vera dður en sjónvarp og útvarp komu til sögunnar. (Ljósm. Varnarliðið) Fríöindi og kanasjónvarp Eins og komið hefur fram þá llykktist fólk upp á völl. Astæðan var einföld, svipuð eða betri laun og þægilegri vinna. Einn viðmælandi minn verkamönnum víðsvegar að af landinu til að geta staðið við fyrsta verksamninginn sem þeir gerðu við varnarliðið 1951. Því er haldið fram í Faxa að um 3000 manns hafi unnið hjá vam- arliðinu árið 1953. Samkvæmt mínu heimildum voru starfsmenn verktaka og hersins um 2500- 3000 á fyrstu árunum. Um fjölda hermanna þá segir Upplýsingaþjón- usta varnarliðsins að 1954 hafi þeir verið orðnir um 5000. Flestir verkamennirnir höfðu húsræði í bröggum hjá hernum eða áttu heima í nágranna sveitarfélögum og Reykjavík. Stór hópur utan af landi leigði þó í Keflavík og Njarðvík og seg- ir í Faxa í maí 1954: „hér búa nú og hafa búið undanfarin ár um 400-700 manns, sem eiga lög- heimili í öðrum sveitarfélögum og greiða þar af leiðandi engin gjöld til Kéflavíkurbæjar.” í þessu sambandi ber að geta þess að ríkisstjórnin hafði ákveðna nefnd sem skipti störfunum á Keflavíkurflugvelli niður á kjördæmi landsins. Þetta var gert m.a. til að draga úr atvinnuleysi á landsbyggðinni. Fjöldi leigjenda í Keflavík og Njarðvík hlýtur því að hafa verið mikill. Einn viðmælanda minn f.v. bæjarfulltrúinn sagði hafa heyrt að 200 bandarískar fjölskyldur hefðu leigt í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingaþjónustu varnarliðsins voru um 500 varnarliðsmenn sem leigðu utan herstöðvarinn- ar á þessu tímabili. Hvar var svo allt þetta fólk? Einn viðmæl- andi minn og f.v. bæjarfulltrúi sagði: „Ég veit um að bílskúrar voru innréttaðir með kojum og voru jafnvel 6 kojur í einum bflskúr.” Einn viðmælenda minn sagði að í saltgeymsluhúsi í Keflavík hafðu verið settar 25-30 kojur. Hann sagðist hafa komið þangað og þá hafi verið skurður eftir miðju gólfinu sem var verið að leggja í klóakleiðslu en leigjendurnir voru í húsinu á meðan. Hann sagðist hafa sagt við einn leigjandann: Þið látið bjóða ykkur upp á þetta? Já sagði hinn það er ekkert annað í boði. Ég sagði við þennan viðmælanda minn hvort Frá mótmælafundi um vegatollinn á Keflavíkurvegi í október 1966. Fundurinn var haldinn í Félags- bíó í Keflavík. (Byggðasafn Reykjanesbœjar) þetta hefði þá ekki verið eins og verbúðimar voru hér í eld gamla daga. Nei þetta var miklu verra, alla vega eins og verbúðirnar voru heima í minni sveit, þær voru þó hlýjar. Það var mjög eftirsótt að leigja Ameríkönum enda borguðu þeir vel og skipti fólk fbúðum upp eða þrengdi að sér til að koma þeim fyrir. Samskiptin við herinn Flestir eru sammála því að samskiptin við bandaríska hermenn hafi yfirleitt verið á jákvæðum nótum og hermenn lagt sig fram um að vera sanngjarnir og kurteisir. Þeir lögðu einnig upp úr því að vingast við fólkið í Keflavík og Njarðvík. Sem dæmi má nefna að varnarliðsmenn héldu jólatrésskemmtanir fyrir börn í Keflavík og Njarðvík og komu jafnan um 1200 börn á þessar skemmtanir. Voru þær mjög vinsælar og það svo að takmarka þurfti aðgang, því fólk úr nágrannabyggðum og jafnvel frá Reykjavík sótti þær í hópum. Um eina slíka segir í Morgunblaðinu 3. janúar 1952: „ Eins og undanfarin ár fór fram jólatrésfagnaður fyrir börn í Keflavík og Njarðvíkum hinn 27. des. Fyrir fagnaðinum stóðu Ungmennafélag Keflavíkur og Rauði kross Bandaríkjanna fyrir hönd hermannanna sem dvelja á Keflavík- urflugvelli. ... Skemmtanirnar fóru allar mjög vel og ánægjulega fram, jólasveinar léku og dönsuðu við börnin og gáfu þeim gjafir..... Þótti börnunum gaman að þeim, enda komu þeir fær- andi hendi.” Um beina andstöðu gegn hernum hef ég ekki heyrt nema frá UMFN. Ég spurði einn af stjórnarmönnum UMFN frá þessum tíma hvernig samskipti hans hefðu ver- ið við varnarliðið. Hann sagði:,,Konuna mína vantaði vinnu og sótti um á vellinum og fékk stöðu við að stjórna þrifurn í húsum varnarliðs- ins upp á velli. Eftir nokkra mánaða starf fékk hún uppsagnarbréf án skýringa. Ég spurðist fyr- ir hjá kananum hverju þetta sætti og var svarið það að þeir kærðu sig ekki um starfsmann sem væri giftur kommúnista.” Engir af viðmælendum mínum telja samskipti kynjanna hafa skapað erfiðleika í sambúð- inni eins og var á ástandsárunum í Reykjavík. Enginn þeirra taldi heldur að íslensk tunga hefði beðið skaða af samskiptunum þó einstaka greinar hefðu birst í blöðum á þessum tíma um hættuna. Þetta er sagt með þeim fyrirvara að viðmælendurnir eru fáir og engin kona í þeim hópi. 10 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.