Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 13

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 13
aði í tengslum við þáttinn. I síðasta þættinum rakti hann sögu þáttarins og ástæður þess að hann efndi til slíks þáttar: Hætta var á, að hin erlendu áhrif yrðu mjög mikil, einkum á æskulýð- inn. ... Ég hef þá trú, að söngþátturinn okkar haíi haft góð og heillarík áhrif, og vakið marga til umhugsunar um, hvað þeir áttu dýrast, og að varðveita ætti hin þjóðlegu verðmæti. Ljóst má vera að þjóðleg gildi voru ofarlega í huga Páls og nutu þættir hans mikilla vinsæida þegar þeir voru í loftinu. En Páll var líka lang- skólagenginn organisti og hafði sem slíkur mikinn áhuga og skilning á hinni svokölluðu hámenningu Evrópu og vildi miðla henni til landsmanna. Fannst öðrum tónfrömuði, Björgvini Guðmundssyni nóg um „útlenzkudek- ur tónmálabroddanna í Reykjavík“ og vildi að „tónmála-einvaldur þjóðarinn- ar“ sýndi þjóðrækni í verki og spilaði meira af íslenskri tónlist. Erlend dægurmenning eins og t.d. djass stóð Páli ekki nærri og dægurlög taldi hann ekki tónlist. Þrátt fyrir viðhorf Páls má álykta af dagskrá útvarpsins að dægurtónlistin hafi smám saman laumað sér inn hjá „tónlistarskóla“ landsmanna á síðari hluta fimmta áratugarins og má rekja hluta af breytingunni til óskalagaþátta sem komu fyrst fram 1947 og þáttarins Vinsæl lög. Danslögin Umtalaðasta tónlistin var sú sem sem kom fram í þættinum Danslög á laug- ardögum og sunnudögum - það er að segja dægurtónlistin ídagskránni. Um það hvernig tónlist ætti að birtast þar, í hvaða röð, fyrir hverja, hvenær og til hvers var skrifað í dálknum „Raddir hlustenda" í Útvarpstíðindum. Mest heyrðist í harmonikkuunnendum en djasshlustendur létu líka í sér heyra. Margir voru á því að skipta ætti þætt- inum í tvennt og væri þá helmingur hans frátekin fyrir harmonikkutónlist, með því móti gætu allir hlustað á sitt og „skrúfað“ svo fyrir. Munurinn á þeim tveimur hópum sem létu hvað mest í sér heyra vegna danslaganna var skýr í augum þeirra - sveitafólkið vildi harmonikkutónlist á meðan kaupstaðaifólkið og þá sér- staklega Reykvíkingar vildu frekar djass. Sáu margir fram á að lítil von væri á sáttum milli hópanna tveggja um hvor tónlistin ætti að hafa forgang og lögðu til að þættinum yrði skipt í tvennt og væri þá fyrri helmingurinn Rokk frímerki PÓSTURINN (slandspóstur Hafnargötu 89 230 Reykjanesbær Frímerkjadeild Sími: 580-1050 Nú er rokkið komið á frímerki Ársmappa 2005 Nú getur þú eignast öll íslensku frímerkin sem voru gefin út 2005 fyrir aðeins 2.900 kr. www.stamps.is VELGENGNI ER AÐ VITA HVAÐ SKIPTIR MÁLI Veigengni birtist í ýmsum myncium. Ólikir einstaklingar hafa mismunandi viðhorf til þess hvað skiptir mestu máli í lífinu. En öll viljum við njóta velgengni. Velgengni í fjármálum getur gert þér kleift að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þá skiptir máli að hafa traustan og snjallan samstarfsaðila sem beitir öllum sínum hyggindum í þína þágu. Samstarfsaðila á borð við Glitni. FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER 0KKAR VERKEFNI Islandsbanki og 7 dótturfyrirtæki og starfsstöðvar heima og erlendis hafa sameinast undir einu nafni - Glitnir. Samræmd ásýnd mun auðvelda okkur að skapa fleiri tækifæri fyrir viðskiptavini okkar. FAXI 13

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.