Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 14

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 14
Allt að 60 manns sóttu landsbyggðarráðstefnu sagnfrœðinga og þjóðfrœðinga í Poppminjasafninu í Duus-húsum. ætlaður sveitafólkinu og spiluð væri „hvítra manna dansiög" en í síðari hiutanum mætti spila djass fyrir kaupstaðarfólkið. Niðurstaðan varð sú að djassunnendur biðu lægri hlut því eins og lngibjörg Þorbergs, stjórnandi Oskalaga sjúklinga og starfsmaður tónlistardeildarinnar, sagði þá „byrjuðu upp- hringingar og skammademban dundi yfir“ þegar djassplötur fengu að íljóta með í dagskránni. En hvað var það sem gerði skiptinguna milli Reykvíkinga og landsbyggðarfólks svo sjálfsagða? Hvers vegna höfðu Reykvíkingar ekki jafn gaman af harmonikkutónlist og þeir sem bjuggu í sveitum landsins og hvers vegna féll djassinn í svo grýttan jarðveg þar? Hluta skýringarinnar er að finna í Reykjavík á stríðsárunum. Með bandarískan her í bæn- um kom bandarísk tónlist, aðallega djass með „swing-i“. Hermennirnir komu með djassplötur með sér sem dreifðust um bæinn, starfrækt var hermannaútvarp sem hafði það hlutverk að skemmta hermönnum með heimþrá og því aðallega spiluð létt tónlist, til dæmis djass. Þetta hafði að sjálfsögðu áhrif á mikið af ungu fólki í Reykjavík sem tók djass upp á arma sína og sagði skilið við aðrar tónlistartegundir. Hermenn, útvarp þeirra og skemmtistaðir höfðu ekki þessi áhrif á fólk utan Reykjavíkursvæð- isins enda hvergi jafn fjölmennt lið hermanna og hvergi annars staðar gátu skemmtistaðir haft svo mikil áhrif. Fleira kom þó til, það var ekki einungis arfieið stríðsáranna sem gerði skipt- inguna milli borgar og sveita svo sjálfsagða í tónlistarmálum. Hugsa má sér að mismunandi taktur lífsins í bæ og sveit hafi kallað á mis- munandi stef við lífið. Nýir lífshættir kölluðu á nýja tónlist og frjálsari dansa. Djassinn bauð upp á nýjan takt, venjur og menningu rétt eins og bæjarlífið. Hraði, nýjungar og utanaðkom- andi áhrif einkenndu bæði umbreytingar sam- félagsins og djassinn. Utan Reykjavíkur breyttist lífið að sjálfsögðu líka, en þar virðist frekar hafa verið reynt að halda í eldri hefðir. Að minnsta kosti bendir tónlistarumræðan til þess að engin ástæða hafi verið til að leita að nýrri tónlist eða dansi - hún hélt áfram að gegna sínu hlutverki og féll að lífstaktinum og umhverfinu. Bæði sveitafólk og borgarbúar gerðu sér fulla grein fyrir þessari skiptingu og fannst eðlilegt að tónlistarsmekkur fólks færi að veigamiklum hluta eftir búsetu. Á öllum reglum eru þó und- antekningar og höfðu sumir borgarbúar fullt eins gaman af harmonikkutónlist og sveitafólk- ið. Á bilinu 1945 til 1956 heyrðist frá einum slíkum. Hvers vegna ekki heyrðist frá fleiri borgarbúum sem vildu harmonikkutónlist er athyglisvert umhugsunarefni. Á þessum tíma var mjög stór hluti Reykjavíkurbúa aðfiuttur úr sveitum landsins og héldu margir fast í sambönd við sveitina sína, meðal annars með hjálp átthagafélaga. Sú félagslega tenging við heimasveitina skilaði sér þó ekki í tónlistarum- ræðuna. Harmonikkan var viðurkennt tákn hins sveitalega og þjóðlega - og sveitina og þjóðina þurfti að vernda. Tilveruréttur þjóöarinnar Hvort fólki líkaði betur djass eða „fjörug og þróttmikil" harmonikkulög var alls ekki að- alatriðið hjá öllum. Tilveruréttur þjóðarinnar var dreginn í efa þegar innlend tónlist fékk ekki nægilegt vægi, að þeirra mati, því tónlistin átti að vera boðberi „þess lífsneista og andlega vaxtarmagns, sem örvar sjálfsvitund [þjóðarinn- ar] og gefur henni tilverurétt." Björgvini Guð- mundssyni tónskáldi fannst útvarpið greinilega afar mikilvægt: „Munið öll, að Útvarpið á að vera fjöregg þjóðarinnar, og gleymið ekki, að fjöreggið veldur annað tveggja, farsæld eða dauða, eftir því, hver um það sýslar." Sárnaði honum að horfa upp á tónlistarlíf landsmanna og þá sérstaklega hvernig Ríkisútvarpið mótaði það. Að mati Björgvins „þroskaðist þjóðin hægt og eðlilega“ í tónlistarlegum efnum áður en útvarpið kom til sögunar en það olli „truflunum á hljómrænu athafnalífi." í gegnum útvarpið flæðir svo kolmórauður kaststengur af erlendum leirburði, sem er þjóðinni þeim mun skaðlegri sem margir taka hann góðan og gildan sem erlenda list... frá „hærri stöðum" seytla inn til þessarar afskektu þjóðar alls konar „fúlulækir" frá öfga-uppsprettum þeirrar músíkölsku óaldar, sem afleiðingar stríðsins, útvarpið, talmyndirn- ar, jazzinn og ismarnir hafa leitt af sér. Erlend áhrif á tónlistarlífið í landinu voru afar slæm að mati Björgvins en þeirra verst voru áhrif frá erlendum dægurlögum og djassi. Erlend áhrif höfðu „forheimskað þjóðina" en þó var þjóðernislegt eðli enn til staðar og „mun það eiga eftir að sýna sig, að [verk íslenskra tónskálda] liggja nær hjartarótum þjóðarinn- ar en erlend tónlist.“ Að þessum rótum þurfi hins vegar að hlúa eigi vel að fara og að inati Björgvins þurfti valdboð þar sem kveðið yrði á um að hversu mikla íslenska tónlist útvarpið skyldi spila enda óforsvaranlegt að reka íslenskt útvarp en spila svo fá ísiensk lög sem raun bar vitni. Oþjóðhollir starfshættir útvarpsins höfðu þegar leitt til „vaxandi valdagengi heimskunnar ... [og kröfu] um meiri jazz, meira harmóníku- garg og meiri tónaleir yfirleitt" og óaði Björg- vini við áframhaldi á þeirri þróun. F.Í.D. Ekki varð Björgvini að ósk sinni og þróunin varð sú að vinsældir djass tónlistar og dæg- urlaga jukust eftir því sem leið á sjötta áratug- inn. Um leið fjölgaði íslenskum dægurlögum og textum. Úr þessari ólíklegu átt fékk Björgvin stuðning. Kynning á íslenskum dægurlögum var haldin í Austurbæjarbíói í marz 1956 og var það hið nýstofnaða Féiag íslenzkra dægurlaga- höfunda sem stóð fyrir því. Þekktir dægurlaga- söngvarar sungu dægurlög eftir félagsmenn F.f.D. og vöktu skemmtanirnar mikla athygli og var þeim vel tekið. Svo vel vill til að félagið gaf út lítinn bækling í tilefni kynningarinnar þar sem meðal annars markmið og stefna félagsins er útlistuð. Ljóst má vera af því sem þar kemur fram að í félaginu voru ákaflega þjóðernissinn- aðir menn, varla kemur sú setning fyrir í ávarpi formannsins (Freymóðs Jóhannssonar) sem ekki inniheldur orðið „íslenzkt", „fslendingar“, „þjóðin", „landsmenn" eða önnur orð af svip- uðum toga. Markmið félagsins var að „kynna tónsmíðar [félagsmanna] fyrir þjóðinni á sem beztan og um leið íslenzkastan hátt“ enda töldu félagsmenn „að áhrif þau, sem þjóðin verður fyrir af erlendum tónsmíðum léttustu tegundar, séu mjög mikil og á margan hátt varhugaverð, - jafnvel stórhættuleg, bæði tungu okkar, smekk og þjóðerni." Félagsmenn hafa þannig verið fullvissir um að sú erlenda dægurtónlist sem íslendingar hlustuðu á hefði mikil áhrif í samtíma sínum, þeir voru ekki að vara við aðsteðjandi hættu heldur ástandinu eins og það birtist þeim þá stundina. Góður smekkur fólks á tónlist var í hættu en það sem mun meira máli skipti var að íslensk tunga og þjóðerni voru í hættu. Skilaboðin verða varla mikið skýrari en þetta, landsmenn verða að hlusta á íslenska dægurtón- list í stað þeirrar erlendu ef íslendingar vilja áfram teljast til sjálfstæðra þjóða. Annað sem kemur skýrt fram í þessari setningu er gífurleg trú félagsmanna á áhrifamátt tónlistarinnar, hún getur sett djúpstæð samfélagsform líkt og tungu og þjóðerni í hættu. Eflaust hafa ekki allir verið 14 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.