Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 5

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 5
Hinn ástsæli prestur Njarðvíkinga séra Páll Þórðarson les þar m.a. upp úr samantekt Guð- mundar A. Finnbogasonar um kirkjusöguna. Mest af því kemur fram í mjög ítarlegu ágripi af sögu Njarðvíkurkirkju sem tekið var saman af Guðmundi í tilefni af 100 ára afmæli kirkj- unnar 18. júlí 1986. Meðal annarra sem komu fram á 90 ára afmælinu var Guðmundur sjálfur. Guðmundur segir þar sögu kirkjuklukknanna tveggja. Stærri kirkjuklukkuna segir hann vera frá tíð Rafns Grímssonar í lnnri-Njarðvík þ.e. frá fyrrí hluta 18. aldar en Rafn var mágur Jóns Thorckellie. Hina klukkuna segir Guðmundur vera frá árinu 1840 sem Guðmundur Pétursson faktor hafi gefið. lngvar Jóhannsson þá forseti bæjarstjómar í Njarðvíkurbæ talaði og færði 250 þúsund króna gjöf frá bæjarstjórninni til að ganga frá lóð. Það er einstaklega þægilegt að hlusta á séra Pál, rödd hans er mjög hljómfögur og hrein unun að heyra hversu vel og fallega hann talar til fólksins. Ég ætla að segja lítillega frá því sem kom fram í máli séra Páls og varðar tímabilið eftir 1886. Eftir að steinkirkjan var risin árið 1886 var kirkjustarf gott. Var m.a. keypt harmoníum fyrir 4 krónur og 50 aura sern Ólafur Ásbjarnarson lék á undir söng. Fyrir undirleikinn fékk hann greitt með töðu frá grasbýlingum í hreppnum sem þeir áttu að flytja heim á túnið til hans. Á safnaðarfundum fyrir aldamótin 1900 komu fram fyrirspurnir um hver ætti kirkjuna. Á þeim tíma var hún í eigu Ásbjörns Ólafssonar sem bændakirkja. Að honum gengnum árið 1900 hefur hún trúlega orðið sjálfkrafa eign safnaðar- ins. Árið 1908 er kirkjan orðin skuldlaus. Gengið til atkvæða En nálægðin við stórabróður í Keflavík var mikil. Séra Páll segir frá því að tvisvar á árinu 1913 hafi verið greitt um það atkvæði á sókn- arnefndarfundum hér í Innri-Njarðvík hvort sameinast ætti Keifavíkursókn og leggja niður Njarðvíkursókn. Þessi tillaga var runnin undan rifjum forustumanna kirkjunnar í prestakall- inu væntanlega vegna fámennis og eins vegna þess að sögn Páls að þá var nýbyggð kirkja í Keflavík sem vardýr. lnnri-Njarðvíkingar þráuðust lengi við og felldu tillöguna og á seinni fundinum 1913 varhún felld með 17 atkvæðum gegn 6. Það er svo í desember árið 1914 að samein- ingartillaga er borin upp einu sinni enn og þá virðist andrúmsloftið hafa breyst því hún er þá samþykkt. Árin eftir þetta eru döpur í sögu þessarar kirkju og drabbaðist hún niður og var helst notuð sem líkhús. Það er svo árið 1937 að ýmsir forustumenn hér í hverfinu fara að hreyfa þeirri hugmynd að endurreisa Njarðvíkurkirkju. Þáverandi biskup var því þó ekki sammála. Arið 1943 er á fundi samþykkt endurreisn Njarðvíkurkirkju og kemst málið þá á skrið. Sóknarnefndarfundur í Keflavík samþykkir 2. maí 1943 að afhenda Njarðvíkingum Njarð- víkurkirkju í því ástandi sem hún þá var. Hin forna Njarðvíkursókn fylgdi þó ekki öll með en Kellvfkingar töldu sig ekki geta misst Vatnsnes CVÍ mSm CVi' í»:<S3P því þar voru svo margir gjaldendur til kirkjunn- ar. Kirkjan í Innri-Njarðvík var niðurnídd og eignalaus þegar Njarðvíkingar fengu hana aftur í sínar hendur. Samskot voru þá þegar hafin til endurreisnarstarfsins. Söfnuðust 60 þúsund krónur sem dugðu langt. Árið 1944 var viðgerð lokið og hún endurvígð í september það ár af Sigurgeiri Sigurðssyni biskupi. Það sama ár var einnig stofnaður kirkjukór sem söng fjórraddað við vígsluhátíðina. Meira segi ég ekki úr ræðu séra Páls. Aðdáunarverður þróttur í ávörpum annarra þeirra sem tóku til máls á 90 ára afmælinu var iýst aðdáum á miklum þrótti sem byggi í þessari fámennu sókn. Séra Ólafur Oddur Jónsson sagði: „ Söfnuður- inn hér í Innri-Njarðvík hefur sýnt og sannað hvað fáir geta áorkað miklu. “ Séra Páll sagði: „Einn er sá maður sem vakfí athygli mína þegar ég kom hér en það var Guðmundur Finnbogason, hann minnir mig á spámennina. Faðir hans og föðurbróðir reistu þessa kirkju til vegs á ný.” Séra Björn Jónsson tók einnig til mál og sagði: „Hér hafa hlutir gerst sem fágætir eru. Þessi litli söfnuður hefur gert kraftaverk.” Séra Páll talaði einnig um kraftaverk og sagði: „Það er kraftaverk að 250 manna söfnuður hafi reist þetta safnaðarheimili.” Sú mikla rækt sent lögð er við kirkjuna í dag er rnjög í anda þeirra manna sem hafa haft metnað fyrir hennar hönd í gegnum aldirn- ar. Hér erum við í glæsilegu safnaðarheimili þeirra kvenna sem ekki aðeins gerðu kraftaverk þegar þær reistu safnaðarheimilið eins og séra Páll sagði réttilega heldur stóðu þær einnig fyrir byggingu leikskólans Holts af miklum myndaskap og hér er Njarðvfkurkirkja einhver fallegasta kirkja landsins með vel hirtum garði og glæsilegu útsýni. Horft fram á veginn Segja rná að Innri-Njarðvík sé aftur að ná sinni fyrri stöðu ef öll sú uppbygging sem nú á sér stað heldur áfram. Ef ég set mig í hlutverk spámanns spái ég því að Innri-Njarðvík verði orðið fjölmennasta hverli á Suðurnesjum eftir einn áratug með um 10 þúsund manna sókn. Sú mikla uppbygging sem er í gangi hér í hverfinu í dag mun tryggja það að Njarðvíkurkirkja mun verða til í núverandi rnynd um ókomnar aldir og blasa við á þessum fallega stað, björt og vel við haldin. Séra Páll lét Kristinn Pálsson þáverandi með- hjálpara standa upp á 90 ára afrnæli kirkjunnar til að gestir gætu þakkaði honum aðstoðina við hátíðarhöldin með lófaklappi. Ég vil biðja alla hér inni að standa upp og klappa fyrir sjálfum sér og öllum hinurn sem lagt hafa hér hönd á plóg við varðveislu Njarðvíkurkirkju nú og um aldir. Það starf hefur verið og er byggðinni í Njarðvík til mikils sóma. Hér hefur verið unnið kraftaverk. Kristján Pálssou FAXI 5

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.