Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 8

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 8
Líflegt cí Miðbryggjunni í Keflavík, líklega sumarið 1932. Við bryggjuna lengst til vinstri er vélbáturinn Mercur og síðan þrír þeirra báta sem getið er wn ffrásögninni. Þeir eru Bjarni Ólafsson, Jön Guðmundsson og Stakkur. Þeir þrír eru ferðbúnir til að halda norður til sfldveiða og hafa afjrn' tilefni fána við hún. Baujubáta má sjá á legunni og við síðu Stakks. Fj órtán ára kokkur á reknetaveiðum Fyrir sjötíu árum eöa árið 1936, um hvíta- sunnu, var ég fermdur í Keflavíkurkirkju ásamt mörgum krökkum, 14 ára gamall. Þaö sumar fóru sex bátar frá Keflavík norö- ur til Siglufjaröar til síldveiöa í reknet. Veiöi- tímabilið var um tveir mánuöir, frá fyrsta júlí og út ágústmánuö. Ég man þctta vcl cnnþá. Ég var spuröur hvort ég treysti mér til þess að vera kokkur og ég hélt það nú, en vissi ekki hvern Ijandann ég var að fara út í. Iiáturinn var 17 tonn og aöbúnaöurinn mjög frumstæöur á þetta litlum báti. Til dæmis var cinhola kolakynt kabyssa. Það var því ekki pláss á henni nema fyrir eitt flát í einu. Atta kojur voru í lúkar, fjórar hvorum meg- in. Knginn skápur og ekkcrl borö. Bekkir voru meðfram neöri kojunum. í þeim voru m. a. geymd kol. Vatnstankur bátsins tók 100 lítra eöa eins og ein sfldartunna. Við vorum sjö á og því gekk ein koja af. Hún var notuð undir matarílát og smávegis af mat. Við komum í land á hverjum degi. Þá var það að ég sem kokkur varð að arka bæinn á enda, í bakarí- ið, eftir brauði og mjólk. Þar sem við lönduðum við innsta planið var það nokkuð löng leið. En ég held að þessar bakaríisferðir hafi bjargað lífi mínu. Ég var voðalega sjóveikur og gat því ekk- ert látið ofan í mig, um borð f bátnum, en í bak- aríinu var hægt að fá mjólkurglas og kökubita. Þó ótrúlegt sé var þetta það eina sem ég kom niður þessa tvo mánuði. En ég komst að því að koltjaran var ekki góð við sjóveiki. Það var eitt- hvað um það, að ef maður var við sérstaka vinnu um borð, þá átti sá maður að hugsa um það sem viðkom hans verki. Ég var látinn rétta belgina á lagningu og þvf átti ég að passa það, að nægj- anlegt loft væri í hverjum belg. Þrjátíu net voru í reknetatrossunni og belgirnir voru einum fleiri. Þessir belgir þá og þar til pastbelgirnir komu til sögunnar um tuttugu árum síðar, voru úr seglst- riga og makað innan í þá koltjöru, til að þétta strigann. Gatið, sem blásið var í, var um 15 min. í gatinu var hafður vel tjörubleyttur hampur sem vanda þurfti að setja í svo ekki læki. Oft kom fyrir að gat kom á belg og þurfti þá að bæta. Að innan var settur tjörumakaður kubbur og síðan voru jaðrar gatsins þéttseymtir með blásaumi. Sjtíveikin og tjaran Það var ekki gott að blása í þess stóru tjöru- belgi. Þegar blásið var í var tappinn fyrst tekinn úr, munnurinn látinn við tappagatið og blásið. Meðan maður dró að sér meira loft, þá varð að setja tunguna í gatið og draga að sér andann fyrir næsta blástur. Svona gekk það, þar til nóg loft var komið í belginn. Tjaran fór um allt andlit, svo að loknu verki var maður allur útmakaður í tjöru. 8 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.