Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 10

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 10
Skúli Magnússon Frá Vatnsnesvör og gömlu hafskipabryggjunni í Keflavík. Paö var á þessum slódum semþýsku kaupförin lögöu aö landi fyrir meira en fimm hundruö árum. Verslun Þjóðverja við Vatnsnes Allt frani á 20. öld lifðu um það niunnmæli í Keffavík að þýskir kaupmcnn hcfðu verslað innan við Vatnsncs við klöpp sem þar skag- aði út í sjóinn. Því til sönnunar var örnefnið Þýskavör utan við klöppina að austan. Þar hefur fyrr á öldum trúlega verið hægt að lcnda smábátum eða koma þeim við á meðan verslunarskip lágu annaðhvort við klöppina eða út af licnni, en dýpið var mikið þarna svo mögulegt var að komast alveg upp að umræddri klöpp sem stóð út í sjóinn cins og sjálfgerð bryggja. Skúli Magnússon hendir á það í lýsingu sinni á Gullbringusýslu frá því um 1785 að Þjóðverjar hafi verslað þarna sunnan við Vatnsnesið áður en verslun hófst úti í Keflavík. Munnmælum gamalla Keflvíkinga fylgdi að skipin hefðu lagst bókstaflega upp að klöppinni 10 FAXI til verslunar, vitanlega í logni og ládauðum sjó sem vissulega gefst á sumardögum. Ég var þó lengi í vafa um það hvernig skipin gátu lagst þarna að landi án þess að festingar í líki polla nútímans væai þarna sjáanlegar, því að á I5. og 16. öld og fram á 18. öld var engin byggð á Vatnsnesi og engin mannvirki. Ljóst er að lega skipa úti á Vatnsnesvíkinni við akkeri hefur tæplega verið góð í Ijósi þess hve víkin er lítil þó djúp sé og trúlega hefur verið erfitt að komast þaðan á brott gengi veður upp til austan eða suðaustan áttar. En þær áttir voru hættulegastar skipum í Keflavík fyrr á tímum. Klöppin á Vatnsnesi Fyrir nokkru varð á vegi mínum mynd úr þýsku handriti frá I44I sem rennir þó traustum stoðum undir sagnir gamalla Keflvíkinga um að skipin hafi á I5. öld lagst upp að klöppinni góðu á Vatnsnesi. Myndin birtist í sögu Noregs sem kom út skömmu fyrir 2000 og í texta með henni segir að á henni sjáist þýsk verslunar- skip liggja við kajann í Björgvin skömmu fyrir miðja I5. öld einmitt á sama tíma og Þjóðverjar voru farnir að venja komur sína að Vatnsnesi. Skipin á myndinni sem hér birtist með eru tvístöfnóttir kuggar, belgmiklir og breiðir og stýri þeirra voru tvö aftan til á milli skuts og stefnis, þannig búin að þeim mátti kippa inn í skipið lægi það við land, eins og myndin sýnir. en á meðan mátti nota götin sem stýrin sátu í fyrir akkerisaugu á skipin aftanverðu. Akkeri þess tíma voru samkvæmt myndinni þríarma drekar sem krækt var í grjótið uppi á landi eða í annað öruggt festarhald á meðan að skipið var losað. Þannig hefur ýmist mátt festa skipin við land bæði úr stafni og skut eða öðru hvoru

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.