Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 14

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 14
!tájlnm Stóra Milljón að lokinni uppbygg- ingu hússins eftir brunann 1965 ADFRíSTlHl Stórmerkur kafli í atvinnusögu Suðurnesja Árið 1943 réðust margir kunnir útgerð- armcnn í Kcflavík í það verkefni að byggja Frystihús fram á Vatnsnesi, seni síðar gekk undir nafninu Stóra-Milljón. Meðal þcirra voru Albert Bjarnason, Sigurbjörn Eyj- ólfsson, Albert Ólafsson, Einar Guðbergur Sigurðsson og Guðfinnsbræður, þcir Sig- urþór og Guðmundur. Kaupfclag Suðurncsja í Keflavík keypti frystihúsið í fullum rekstri í árslok 1955 og var það rekið í rúma þrjá áratugi sem sjálfstætt fyrirtæki í tengslum við kaupfclagið. Gunnar Sveinsson var formaður stjórnar Hraðfrystihúss Keflavík- ur h.f. meðan það var í eigu Kaupfelags Suðurnesja. Rekstur frystihússins gekk lengst af vel, ekki síst í byrjun sjöunda áratugarins eins og fram kemur í ársskýrslu kaupfélagsins sem var lögð fram á aðalfundi í Aðalveri í Keflavfk 16. júní 1963. Á aðalfundinum skýrði Benedikt Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfystihúss Keflavíkur, frá því að afkoma hússins hefði verið með besta móti og árið 1962 verið mesta framleiðsluár þess síð- an það komst í eigu kaupfélagsins. Framleiðslan á árinu var 35.202 kassar af fiski og vörusalan nam rúmum 23 milljónum króna á þávirði. Benedikt Jónsson forstjóri Meðal stærstu vinnuveitcnda á Suðurnesjum Benedikt gegndi starfi framkvæmdastjóra hraðfrystihússins í nærfellt þrjá áratugi. Auk hraðfrystingar hverskonar sjávarafurða, vinnslu beitusíldar, verkunar á skreið og fisksöltun. hafði húsið með höndum umfangsmikla útgerð og eignaðist á þessu tímabili mörg fiskiskip, m.a. Faxavík, Helguvík, Bergvík, Gullvík, Sandvík, Aðalvík og Hamravík. Hraðfrystihús Keflavíkur (hér eftir nefnt HK) var einn stærsti vinnuveit- andi á Suðurnesjum og umfangsmikil starfsemi var rekin í tengslum við húsið og útgerðina, m.a. veiðarfæradeild, stór verbúð og mötuneyti. Haustið 1955 setti Kaupfélagið upp frystihólf í hraðfrystihúsinu til afnota fyrir félagsmenn KSK en síðar lagðist þessi starfsemi niður og kom þar fyrst og fremst til brýn þörf hússins sjálfs fyrir geymslurými. Benedikt Jónsson, framkvæmdastjóri HK, fæddist í Keflavík 17. sept. 1919. Hann lauk vél- stjóraprófi ungur að árum og stundaði um tíma sjó á bátum frá Keflavík og Akureyri. Skömmu eftir að athafnamennirnir Hreggviður Berg- mann og Huxley Ólafsson keyptu hraðfrystihús- ið Keflavík hf., eða árið 1941, réðist Benedikt til þeirra sem vélstjóri. Þegar kaupfélagið hóf starfsemi í HK 1955 var Benedikt ráðinn þangað sem framkvæmdastjóri, en þá hafði hann starfað samfleytt í 15 ár hjá Keflavík hf. Benedikt var þá formaður Vélstjórafélags Keflavíkur og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. 14 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.