Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 19

Faxi - 01.09.2006, Blaðsíða 19
* • • "N*. « ”* '^gahverfi í Ytri-Njarðvík Pdsárunum. söfnum “byggðasafn” felist ákveðin sýn á söguna, ákveðin tegund af safngripum og jat'nvel ákveð- in tegund af starfsfólki. Að byggðasöfn séu söfn sem fjalla um baðstofutímann, með sínum rokk- um og strokkum, að safnvörðurinn sé gamall í háttum, borði slátur og hákarl, taki í nefið og segi sögur. En í raun vísar hugtakið “byggða- safn” fyrst og fremst til þess að um staðbundið safn sveitarfélaga sé að ræða. Það er þó ekki alveg laust við að einhver sann- leiksvottur sé í þessu áliti þar sem byggðasöfn landsins eiga sér svipaðar rætur og hafa þróast með líkum nótum. Þannig má rekja upphaf flestra byggðasafna til miðrar síðustu aldar þeg- ar gamla samfélagið var að kveðja. Þótt flestir fögnuðu nýjum tímum voru einstaklingar sem þótti vont að sjá á eftir minjum og margvíslegri Sigrún Asta Jónsdóttir, forstödumadur Byggdasafns Reykjanesbcejar, fiutti eftirfarandi erindi á landsbyggdarádstefnu Félags þjóðfrœðinga, Sagnfrœðingafélagsins og lieimamanna í Reykjanesbœ 4. mars 2006. þekkingu úr hinu gamla samfélagi. Því varð til átak á landsvísu til að bjarga minjum og þekk- ingu. Oftar en ekki stóðu hugsjónaríkir einstak- lingar í stafni og keyrðu verkefnið áfram. Sjald- an voru miklir peningar í spilunum og gríðarlegt starf var unnið í sjálfboðavinnu. Byggðasafnið vitnisburður um íslcnskan veruleika Afraksturinn mátti síðan sjá á sýningum í byggðasöfnum landsins, rokkar, strokkar, askar, hrífur, orf, kistur og svo mætti lengi telja í fal- legum röðum á hillum og hvar sem pláss fannst. Flestir gripirnir voru merktir samviskusamlega með heiti, nafni gefanda og stundum sögunt og sögnum af fólki og atburðum. Safnvörðurinn sem var yfirleitt frumkvöðullinn tók sjálfur á móti gestum sínum og gat sagt þeim sögur af fólkinu, svæðinu, atburðum, þjóðsögur svo eitt- hvað sé nefnt. Byggðasafnið varð þannig vitn- isburður um íslenskan veruleika fyrir vélvæð- ingu bátaflotans og flutning fólks úr sveitum á mölina. En tíminn er undarlegt fyrirbæri, það sem er nýtt og framandi á einum tíma er gamalt og úr- sérgengið á öðrum tíma. Undir lok síðustu aldar varð umskiptatíminn frá hinu gamla bændasam- félagi yfir í vélvætt nútímasamfélag, það tímabil sem var að hvetfa. Starfsmenn byggðasafna hafa safnað töluvert frá þessu tímaskeiði en viðfangs- efnið er að mörgu leiti ólíkt hinu gamla bænda- samfélagi. Til þessa tíma falla minjar sent eru æði oft plássfrekar og vandmeðfarnar, t.d. bátar, bílar eða vélasamstæður. Nýir þættir komu inn, FAXI 19

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.