Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 9

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 9
Helgistimd vió Prestsvörðu á Miðnesheiði. Viðburðarík ár En gel'um sr. Skúla orðið: „Síðustu ellefu árin hafa verið mjög við- burðarík í lífi okkar hjóna. Við fluttum til Kaupmannahafnar 1995 þar sem við bæði sóttum háskóla. Jafnframt stundaði ég nám við prestaskóla dönsku þjóðkirkjunnar. Frá Kaup- mannahöfn fluttum við til ísaijarðar 1996. Ég byrjaði að kenna við grunnskólann þar í bæ en konan mín tók við starfi skattstjóra í umdæm- inu. Prestsvígslu á ísafirði fékk ég síðan vorið 1997 og gegndi þVí embætti í þrjú ár. Þá tók ég við embætti sem prestur Islendinga í Svíþjóð með aðsetur í Gaulaborg og fluttum við þangað árið 2000. Konan mín fór í frekara nám, tók m.a. nokkra áfanga í skattarétti og stjórnsýslu- rétti og lauk meistaranámi í málefnum Evrópu- sambandsins. Þetta þýddi meðal annars að hún þurfti að ferðast daglega í þrjá klukkutíma með lestinni frá Gautaborg til Lundar þar sem há- skólanámið fór fram. Talið er að um 5000 Islendingar séu í Sví- þjóð og störfum mínum fylgdi því mikill erill, ferðalög og vinna. Þetta var afar skemmtileg- ur tími og okkur bættist góður liðsauki þegar Svavar Gestsson tók við sendiherrastöðunni í Stokkhólmi og hóf hana upp í mikið veldi. Við unnum nokkur verkefni í sameiningu, en þeirra viðamest var íslandsdagurinn 28. maí 2003. Þá héldum við ellefu klukkutíma menningardag- skrá í hjarta Stokkhólms þar sem ég var verk- efnastjóri. Þetta var mikil og góð reynsla og tel ég mig vera ríkari af því og samstarfinu við Svavar.” Tolldi ekki einn í Svíþjóð „Arið 2002 tók kona mín við sýslumanns- embættinu á ísafirði og flutti þangað með börn- in. Ég var áfram í Svíþjóð í eitt ár en tolldi þar ekki lengi einn og yfirgefinn, sagði stöðunni lausri haustið 2003 og hélt aftur til ísaQarðar. Þar sinnti ég ýmsum afleysingastörfum fyrir starfsbræður mína, m.a. á Þingeyri, jafnframt því sem ég vann að doktorsritgerðinni. Ég tók síðan við stöðu yfirmanns Skóla- og Qöl- skylduskrifstofu Ísaíjarðarbæjar 2004 og varð yfirmaður málaflokka sem náðu til grunnskóla og leikskóla, barnaverndarmála, félagsþjón- ustu, öldrunarmála, íþrótta og æskulýðsmála. Þetta kallaði á talsvert mikið starf. Við unnum stefnumótunarvinnu í mikilvægum málaflokk- um og skiluðum henni af okkur. Við settum m.a. upp mötuneyti í grunnskólunum og höfð- um þar næringarfræðing með í ráðum. Einnig var bryddað upp á nýhugsun, t.d. stofnuðum við til verkefnis á ísafirði á vegum Evrópusam- bandsins með upplýsingamiðlun til ungmenna Suðurnesj amenn Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleði/egra jóla og farsœldar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM FAXI 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.