Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 10

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 10
á íslandi í málefnum ES. Ég hafði ákaflega gaman af þessu starfi og fann hve mikill feng- ur er í því að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi og ekki síður hversu vel prestþjónustan og sú reynsla sem henni fylgir nýtist á öðrum starfs- vettvangi. Menn þjálfa með sér ýmsa eig- inleika í þessu embætti og þeir nýtast ótvírætt í veraldlega geiranum.” Föst búseta í Keflavík „Ég var svo lánsamur að vinur minn, séra Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Isafirði, tók sér ársleyfi frá preststörfum á síðasta ári. Ég settist í þá stöðu og gegndi henni þangað til ég tók við embættinu hér í Kefiavík núna í vor. Síðustu ellefu árin hafa verið mjög við- burðarríkur tími. Við höfum þó verið það lengi á hverjum stað að okkur hefur tekist að byggja upp þjónustuverkefni og ákveðna menningu á hverjum stað. Núna erum við búin að festa kaup á húsi að Freyjuvöllum hér í Keflavík og hér verður okkar búseta í framtíðinni. Eig- inkona mín er reyndar í tímabundu leyfi frá störfum fyrir vestan sem sýslumaður og vinnur sem verkefnastjóri á vegum dómsmálaráðu- neystisins að því að endurskipuleggja þjónustu ríkislögreglustjóra.” Oþægilegur fréttaflutningur Eins og kunnugt er mælti meirihluti val- nefndar í Keflavíkurprestakalli með sr. Skúla í embætti sóknarprests en þar sem ekki náðist samstaða um ráðningu hans var málinu vísað til biskups Islands og síðan til dómsmálaráð- herra, samkvæmt starfsreglum um presta. Sú Frá foreldramorgni í Keflavíkurkirkju ákvörðun ráðherra að skipa Skúla í embættið olli nokkru íjaðrafoki og skrifuðu um 4.400 manns undir stuðningsyfirlýsingu við einn um- sækjandann. Við spurðum Skúla hvernig þetta Ijaðrafok hefði lagst í liann á sínum tíma. „Þetta var mjög sérkennilegt mál og lagðist alls ekki vel í mig. Erfitt var að festa hendur á hversu rnikil andstaðan raunveruleg var því við sáum ekkert annað en tölur um fjölda und- irskrifta á Netinu og þekktum ekki forsendur þeirra. Það er auðvitað eðlilegt að menn styðji þann sem þeir þekkja, en spurningin var ekki um það að velja aðeins einn og hafna einhverj- um öðrum því umsækjendur voru tíu lalsins og valnefnd bar að fylgja ákveðnum starfsreglum. Það er heldur ekki mitt að ákveða hvort ég hafi verið hæfastur en ég verð að treysta því sem valnefnd, vígslubiskup, prófastur, biskup og dómsmálaráðherra sögðu eftir að hafa skoðað umsóknir og farið yfir forsendur dómnefnd- ar. Mér þótt allur þessi fréttaflutningur mjög óþægilegur og miður að menn skyldu fara þessa leið. Þegar ég kom hingað renndi ég auð- vitað blint í sjóinn með móttökumar og vissi ekki hversu mikil spennan yrði í kringum þessi mál. En það er skemmst frá því að segja að all- ir sem ég hef talað við hafa tekið mér vel, hvar sem þeir stóðu í þessu máli. 1 öllum tilvikum hef ég fengið afar góðar og jákvæðar viðtökur. Mér létti því strax þegar ég kom á staðinn og skynjaði að hér er gott og uppbyggilegt sam- félag. Það er einstaklega spennandi að koma inn í umhverfi sem er í svo miklum vexti og þar sem svo mikill hugur er í mönnum. Hér eru að gerast ntiklar breytingar, hugsanlega ekki allar til góðs en ef vel er staðið að málum geta r Oskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs, með þökkfyrir það liðna. VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR N, J Gleðileg jól Gott og farsœlt nýtt ár! Þökkum samskiptin á liðnu ári Utvegsmannafélag Suðurnesja 10 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.