Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 14

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 14
„Ekki flytja pabbi, það gaman að r Einar G. Olafsson rijjar upp endurminningar frá Keflavík í lok síðari heimsstyrjaldarinnar Þetta kemur mér fyrst í hug þegar ég hugsa til baka um brottför mína frá Kefiavík eftir síðari heimsstyrjöld, áriö 1949. Ég man ekki betur en Óli Ingibers, eins og hann var kall- aður, hafi ekið bílnum sem flutti okkur til Reykjavíkur. Hann var hress og skemmti- legur maður sem faðir minn, Ólafur E. Einarsson útgerðarmaöur, hafði átt mikil samskipti við. Ég man að mér leiddist mjög ferðin inn eftir og þurrkaði stöku sinnum tárin svo ekki sæist. Faðir minn var sonur Ólal'íu Ásbjarnardótt- ur Ólafssonar, útvegsbónda og hreppstjóra í Njarðvík, og Einars G. Einarssonar, Einars- sonar útvegsbónda hreppstjóra og kaupmanns frá Garðhúsum í Grindavík. Hann hafði kynnst móður minni á einni af aðalútihátíðum Suð- urnesjamanna sem haldnar voru í Svartsengi ár hvert í þá daga og þótti afbragð annarra skemmtana á Reykjanesskaganum. Sú fallega stúlka, sem móðir mín var, féll fyrir piltinum frá Grindavík og úr varð hjónaband. Guó- rún Ágústa hét hún en var á þeim árum ætíð nefnd Lillý Petersen, reyndar af mörgum alla tíð. Hún var dóttir Guðfinnu Andrésdóttur og Einar G. Ólafsson, 8 ára gamall, viá versl- unina Suðurnes nýbyggða á Hafnargöíu. Júlíusar Petersen kennara í Ketlavík. Foreldrar Guðfinnu voru Jón bóndi á Hvaleyri og Kristín Jónsdóttir, en faðir Kristínar var bóndi á Vig- dísarvöllum. Foreldrar Júlíusar voru Katrín Illugadóttir Petersen og Pétur Jakob Petersen, faktor hjá Duus-verslun í Kefiavík. Þau bjuggu í Petersens-húsi sem stóð við nokkuð stórt tún ofan við húsin sem lágu að Hafnargötunni. Þessi gata hét öll Túngata að Tjarnargötu, þá er ég man eftir mér sex ára að aldri. Umhverfið var að sjálfsögðu allt annað, gatan aðeins stíg- ur, ef til vill með einni akrein en allt um kring voru tún með hestum og kindum á beit. Þarna endaði í raun gatan mín. Flutt í Klampenborg Þegar við fluttum suður man ég afar lítið, í rauninni aðeins að ég sá voðalega stórt hús og þegar inn var komið langan gang sem gaman var að hlaupa eftir. Þetta reyndist vera húsið Klampenborg í miðbæ Keflavíkur. Þótt gatan mín hafi ekki verið mjög löng, fannst mér það eigi að síður. Hún byrjaði við Vesturgötu með þetta glæsilega Duus-tún handan götunnar og það ég best nran aðeins eitt hús, nýbyggt, kaupfélagsstjórahúsið. Húsið mitt var um 14 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.