Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 15

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 15
Gnðrún Agústa Petersen. það bil í miðri götunni. Það var tignarlegt hús byggt árið 1930 og því mjög nýlegt er við flutt- um inn. Ibúðin var vel stór fyrir þriggja manna fjölskyldu. Þetta var sólrík íbúð með stofur og eldhús ásamt svefnherbergi mót suðri og öðru stóru mót norðri með afar stórum glugga. I því herbergi fæddist systir mín þegar ég var sjö ára. Það þótti mér mikill viðburður og satt best að segja gladdist ég en varð ekki afbrýðisamur eftir sjö ára dekurtímabil eins og oft vill víst verða. Hún heitir Alda Steinunn og er húsmóð- ir á kirkjusetrinu Mælilelli í Skagafirði. Fólkið í húsinu A hæðinni fyrir ofan okkur bjó lögreglustjór- inn í Keflavík, Alfreð Gíslason, og kona hans, Vigdís Jakobsdóttir, ásamt syninum Gísla sem kallaður var Beisi - af hverju veit ég ekki. Hann varð síðar þekktur leikari og Þjóðleik- hússtjóri. Þetta voru yndisleg hjón sérdeilis dagfarsprúð og hlý i viðmóti. Við Beisi vorum ágætir félagar þrátt fyrir að hann væri aðeins eldri. Alfreð var jú lögreglustjóri staðarins og þurfti því að koma fram sem embættismaður utan dyra en aldrei sá ég eða heyrði hann sýna nokkrum manni hroka og því síður óbilgirni. Hann þurfti hins vegar að sæta ofsóknum dómsmálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar, síðar er hann var orðinn bæjarfógeti og alþing- ismaður kjördæmisins. Það sérstaka við þetta var að þeir voru samflokksmenn. Astæðurnar voru þær að bæjarfógetinn hafði farið of mild- um höndum um menn sem eitthvað hafði orð- ið á í lífinu. Eitt er víst að ráðherrann „lieið- arlegi” varð að éta ofan í sig allar ásakanir og láta undan í þessu máli. Alfreð kaus hinsvegar að bjóða sig ekki aftur fram til þingsetu. Þar sýndi hann reisn að mínu skapi. Vigdís kona Alfreðs var mjög sérstök. Allt- af var hún prúðbúin og virðuleg í allri fram- göngu. Hún var píanókennnari og fór til Reykjavíkur reglulega til þess að kenna ungu Einar G. Ólafsson og faðir hans Ólafur E. Einarsson. Einar fæddist í Danmörkti árið 1937 en fluttist með foreldrum sínum til Keflavikur skömmu eftir áramót 1940. Hann byrjadi að starfa sem heildsali í Reykjavík og stofnaði eigin heildverslun, Skor If, árið 1965. Hann hefur til skamms tima rekið Jýrirtœkið Einco ehf. og önnur fyrirtæki alltaf undir eigin nafni. Ólafur var umsvifamikiU útgerðarmaður á sinum tíma, byggði m.a. verslunina Suðurnes. Hann keypti og gerði út togarann Hafstein, fyrsta togara sem gerður var út frá Keflavik. Túngatan á árunum eftir strið. FAXI 15

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.