Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 16

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 16
fólki listina. Væntanlega hefur hún notið þess að komast til þess að kenna sitt fag því hún var sögð mjög hljómelsk. Hún var alltaf góð við mig, ólátabelg sem áreiðanlega hef- ur þurft að hasta á af og til, þótt ég minnist þess ekki sérstaklega. Eins og áður sagði var Klampenborg við Túngötu 13 stórt hús og er enn. Þannig háttaði til að í vesturenda húss- ins var annar mjög virðulegur inngangur. Þar var lögreglustöð Keflvíkinga staðsett í örlitlu rými sem skipt hafði verið upp þannig að lög- reglustjórinn hafði lítið einkaherbergi sem skrifstofu. Fremst var afgreiðsluborð og innan þess einn starfsmaður, Einar Ólafsson, Dengsi í Bakaríinu, eins og hann var kallaður manna á meðal. Hann var fulltrúi Alfreðs. Hann var hinn mesti öndvegisdrengur og mikill vinur föður míns. Hann kom mikið á heimili okkar, bæði hversdags og eins á gleðistundum. Syst- ir hans Þórunn, Didda í bakaríinu, kom einnig oft ásamt eiginmanni sínum, undramanninum Helga S. Jónssyni, kaupmanni og listamanni á mörgum sviðum. Diddu þótti mér afar vænt um en bar ómælda virðingu fyrir Helga S. Einn lögregluþjónn starfaði hjá embættinu, Jón Þór- arinsson að nafni frá Garðshomi. Hann var hinn vænsti maður og gerði oft í því að glettast við mig sem mér þótti hin mesta upphefð, þar sem hann var alltaf í einkennisbúningi er hann mætti til vinnu. Aður höfðu tveir menn gegnt því starfi hjá Alfreð en eftir þeim man ég ekki. Oheillatalan varð aó happatölu Eins og sagði hér að ofan var Klampenborg hús nr. 13 við Túngötu. Það var, og er, tala sem ekki á við alla. Eftir því sem ég heyrði síðar vissi faðir minn ekki hvert númer hússins var áður en komið var suður. Hann var hjátrúar- fullur og það fór afar illa í hann þegar hann sá númerið blasa við á húsinu og neitaði hann í fyrstu að flytja inn. Hann mun síðan hafa tekið sér smá göngutúr í rökkrinu, komið svo aftur og sagt við móður mína: „Jæja kona góð, úr því að lögreglustjórinn getur búið í nr. 13 þá ætt- um við að hafa það af líka.” Menn voru mættir til þess að bera inn húsgögnin og sýndist sitt hvorum, annar með og hinn á móti. Pabba mun hafa verið órótt og sofið illa um nóttina. Ekki veit ég hversu lengi þetta íþyngdi honum en hitt er mér kunnugt um að eftir velgengnisdvöl hans í Keflavík, búandi allan tímann að Tún- götu 13, hélt hann mjög upp á þá tölu upp frá því, og taldi hana sannkallaða happatölu. Það gekk meira að segja svo langt að hann lagði það á sig að bíða í nokkur ár til þess að eignast hús nr. 13 í miðbæ Reykjavíkur og átti það hús meðan hans naut við. Svona atvik er dæmi um það hvernig hjátrúarþvættingur sem búið er að koma inn hjá fólki, jafnvel í æsku, getur snúist í andhverfu sína sé tekið á því af festu og ekki látið undan. Þetta er dæmi um trú og viljastyrk sem öllum er gefinn en allir ná því miður ekki að virkja. Þetta var eilítill útúrdúr en lilheyrir samt götunni minni. A hæðinni fyrir ofan Alfreð og Vigdísi bjó enn einn heiðursmaðurinn sem ég kalla svo, Kristján Oddsson ásamt konu sinni, þá er ég man fyrst eftir. Þau áttu soninn Ólaf Blöndal. Þau, konan og sonurinn fluttu fljótlega til Reykjavíkur. Kristján varð hinsvegar íbúi til margra ára ásamt fleira fólki sem ég kann ekki deili á. Honum kynntist ég liins vegar allvel og þekkti meðan hann lifði. Hann var jámsmíða- meistari og vann í Slippnum og þangað þótti gutta eins og mér gaman að korna og sjá eld- hafið sem notað var til smíðanna. Kristján var sérstaklega reffilegur maður og bar þess merki að koma frá góðu heiinili. Uppi hjá honum lærði ég mannganginn, það var undraheimur og hefi ég alla tíð síðan haft gaman af skák og spilamennsku. Sumt af henni lærði ég einnig uppi hjá honum og þá með föður mínum eða með honum einum. Hann var mér afskaplega góður á þessum árum. Afdrifaríkur kækur Kjallari var undir allri Klampenborg en fáir vildu niður, sögðu draugagang þar. Ég fór aftur á móti oft niður til þess að gá hvort ég sæi ein- hverja á ferð en svo var ekki. Síðan þá hef ég aðeins kynnst lifandi draugum og aldrei fund- ið til myrkfælni. Kannski hefur þessi upplifun ungs drengs orðið til góðs. Því fæ ég auðvitað aldrei svar við en veit þó eitt: trúin og kærleik- urinn leysa öll mannanna vandamál. Þar sem ég fór að minnast á hin gullnu gildi trúar og kærleika ætla ég að segja frá atviki sem gerðist í Keflavíkurkirkju þá er ég var 7 ára gamall. Það var við guðsþjónustu á sunnu- degi í þéttsetinni kirkjunni að ég var mættur og sat á öðrum eða þriðja bekk. Messan hafði staðið nokkra stund, samt frekar skamma að mig minnir. Meðhjálparinn, Eyjólfur Bjarna- son kaupmaður, Eyvi pjakk eins og hann var jafnan kallaður, sat á stól rétt fyrir framan kirkjubekkina til annarrar handar. Ég sat næst gangvegi og því horfðum við nánast hvor á annan. Ég hafði á þessum tíma þann kæk að fetta og bretta sífellt upp á nefið. Ekki vissi ég fyrr en meðhjálparinn stóð við hlið mér, tók í öxlina á mér og vísaði á dyr fyrir fram- an kirkjugesti, gekk líka svo langt að fylgja mér að dyrunum og loka á eftir mér. Ég var mióur mín af skömm en vissi þó ekki til þess að hafa gert neitt rangt. Ég hágrét á leiðinni heim og sagði mömmu hvað gerst hefði. Ég veit ekki hvort hún trúði mér, fullorðnir hafa jú alltaf rétt fyrir sér. Ég man það næst að ég hafði safnað kjarki og sagði pabba og mömmu að inn í þessa kirkju færi ég aldrei aftur. Við það hef ég staðið með einni undantekningu, er Helgi S. Jónsson, vinur minn, var jarðsunginn. Samt vildi svo til að þegar ég kom suður til þess að vera við jarðarförina þá koin ég nokk- uð snemma. En þá var svo margt fólk þegar komið, að mér rétt tókst að komast inn á gang- inn en ekki inn í kirkjuna sjálfa. Ef til vill er þetta táknrænt dæmi um það hvernig forlögin eru. Mitt sjálf og tími Herr- ans fóru ekki saman en þrátt fyrir þetta fylgdi ég vini mínum Helga S. því hugurinn var þar. Ég hef oft hugsað til þessa atviks og í raun vorkennt meðhjálparanum því það er ekki gott þegar misskilningur og minnimáttarkennd fara saman, sérstaklega þó þar sem síst skyldi. Ég vil bæta því við að þetla markaði djúp spor í mitt sálarlíf og tjarlægöi mig kristindómnum þar til ég kynntist sér Þorgrími Sigurðssyni á Staðarstað, þar sem ég dvaldi stóran hluta vetr- ar og lærði utanskóla fyrir landspróf 1954, sem ég tók svo um vorið í Reykholti í Borgarfirði og gekk vel. Ég vissi aldrei hvort sr. Þorgrím- ur var mikill trúmaður en hann hélt alla góða siði, hafði húslestur, hlustaði á passíusálmana í útvarpinu og messaði reglulega. En hann var heilsteyptur og frábær kennari og gaf okkur sem þar voru góð ráð. Þarna fór ég að skoða lífsgildi trúarinnar á ný. Hvort ég licfi fyrirgef- ið allt og öllum veit ég ekki fyrir víst en ég held það, að minnsta kosti reyni ég á hverjum degi. Túngatan var miöbær Keflavíkur Gatan mín, Túngatan, var á þessum árum afar merkileg gata því hún var miðbærinn í Kefla- vík. Fyrir utan það að vera prýdd að nrestu fallegum húsum, bæði til verslunar og búsetu, var þar alltaf margt um manninn. I næsta húsi við mig austanmegin bjó Björn læknir ásamt konu sinni og dóttur seni kölluð var Góaló og syni sem Sigurður heitir og kallaður var Siggi Björns. Með þeim systkinum átti ég margar góðar stundir bæði úti og innan dyra. Góaló var líka sérlega sæt stúlka og laðaði að sér strákana, ungir guttar eru nokkuð naskir á slíkt. Hún lífgaði svo sannarlega upp á götuna okkar. Siggi var aðeins yngri en við en ekki svo að við vorum góðir leikfélagar þann tíma sem ég átti þarna heima. Foreldrar þeirra voru ákaflega háttvís og fyrirmannleg og gestrisin með albrigðum. Það var mikill fengur fyr- ir Keflvíkinga að fá á þessum tíma ungan og velmenntaðan lækni til viðbótar þeim tveim- ur sem fyrir voru. Hans naut því miður ekki lengi við, lést ungur og skildi eftir skarð í ört vaxandis sveitarfélagi sem líklega á þeim tíma var erfitt að fylla. Sonur þeirra hjóna Sigurður gerðist læknir eins og faðirinn en Góaló bóka- safnsfræðingur. Ég veit að þeim hefur báðum vegnað vel í lífinu og er það afar gleðilegt. IVIeira af fólkinu viö Túngötuna I húsinu vestanmegin við mig bjó Sigurbjörn útgerðamaður ásamt fjölskyldu. Sonur hans Margeir var félagi minn og leikbróðir allan þann tíma er ég bjó í Keflavík. Hann var mikill námsmaður og því ekki eins mikið úli við og aðrir krakkar í götunni. Ég minnist hans sem góðs félaga og kappsams drengs. Handan göt- unnar skákhallt til austurs bjó Halldór Fjalldal, ættaður úr Isafjarðardjúpi, frá Melgraseyri ef ég man rétt. Sonur hans var Skúli leikbróðir minn og góður félagi allan minn tíma í Kefla- vík. Halldór Fjalldal eins og hann var nefndur að ég best man var á ntargan hátt mjög eft- 16 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.