Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 17

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 17
irminnilegur, tók í nefið og var nokkuð sérvit- ur. Hann byggði sér glæsilegt hús á þeim stað er áður er nefndur. Á jarðhæð var gert ráð fyrir tveimur verslunum og hóf Sölvi kaupmaður að versla þar með matvöru en Sigríður, kona Halldórs, verslaði með vefnaðarvöru. Halldór vann uppi á flugvelli og var sagður hafa góð sambönd, bæði þar og í banka í Reykjavík. Hann virtist oft vera flott á því og bar sig eins og maður sem hefur úr nógu að spila. Hann var gæðadrengur þrátt fyrir misjafnt skap. Uti á homi í næsta húsi við dugnaðarmanninn Jón í Garðshomi bjó Einar í sjoppunni ásamt konu sinni Ástu Júlíusdóttur og sonunum Júlí- usi og Bjarna, sem ég minnist sérstaklega. Við Bjarni voram góðir leikfélagar en Júlíus var nokkuð eldri og því ekki í okkar hópi. Hann hjálpaði hinsvegar oft föður sínum við afgreiðslu í sjoppunni og útréttaði fyrir hann því Einar faðir hans var bundinn við hjólastól. Þessi sjoppa lífgaði mjög upp á götuna og var eina sjoppan í Keflavík. Það er ánægjulegt að líta til baka og sjá hvað þetta góða og duglega fólk gerði mannlífið skemmtilegt á þessu litla svæði, sem iðaði af öllum tegundum rekstrar og búsetu. Þama var útgerð Jóns í Garðshorni neðan götunnar og lítil bryggja þar skammt frá. Vestar í götunni bjó skósmiðurinn Gunnar Árnason og gerði við það sem aflaga fór undir fótum íbúanna. Á horninu skammt frá skáhallt gegnt Klamp- enborg vestanmegin bjó Helgi læknir ásamt ijölskyldu sinni. Sonur hans, Mundi lækn- isins, var einn af vinsælli mönnum í Keflavík. Hann tók þátt í útgerð og keyrði leigubifreið í hjáverkum. Hann var einstaklega hjálpsam- ur og átti það til að keyra fólk án endurgjalds ef illa stóð á. Á móti þeim bjó Friðmundur skipstjóri og útgerðarmaður ásamt fjölskyldu. Skáhallt gegnt honum hinumegin götunnar bjó Sverrir Júlíusson, útgerðarmaður og síðar alþingismaður. Handan Aðalgötunnar austur af sjoppu Einars var svo Skúlabílastöðin. Skúli sá er stöðin var kennd við keyrði áætlunarbílinn til Reykjavíkur í samkeppni við Steindórsbíl- ana sem stoppuðu hjá Ingimundi kaupmanni í Hafnargötunni, næstu götu fyrir neðan Tún- götu. Keflavík og New York Eg vil að þú sem lest þessar línur áttir þig á því að þegar ég var lítill gutti í Keflavík fannst mér sem ég byggi í borg. Mér fannst það sama er ég bjó í Keflavík þrisvar sinnum í skamman tíma í senn, síðast árið 1974, og þetta finnst mér enn þann dag í dag. Samt sem áður var Kefla- vík þorp í eðli sínu er ég man fyrst eftir mér á stríðsárunum með þeim góðu kostum er því fylgdu. Húsum var ekki læst að nóttu, mjólk- urbrúsinn var úti á tröppum, hestar á túnum og blettum og fiskur breiddur við bæjardyrnar. En saml vantaði ekkert sem borg hefur upp á að bjóða. Listalíf blómstraði undir dyggri forystu skátahöfðingjans Helga S. Jónssonar. Kvik- myndahús vantaði ekki heldur, gott ef þau voru Milli 60 og 70 marns sótiu minningarathöfnina í Útskálakirkjugarði og kaffisamsæti œttingj- anna í Flösinni. A myndinni er Einar G. Olafsson ásamt dætrum og öðru skylduliði að lokinni athöfn. Ljósm. Faxi. ekki tvö. Á ég þar við svokallað Verkó. Þetta myndarlega kvikmyndahús sem öllu tók fram var rekið af athafnamanninum Eyjólfi Ásberg. Þar var líka matsala sem Kristján Gíslason úr Þykkvabæ stjómaði. Mér er einnig kunnugt um að í Ungó, þ.e.a.s. Ungmennafélagshúsinu, aðalskemmtistað Keflvíkinga á þessum árum stjórnaði Margeir Jónsson einnig kvikmynda- sýningum. Margeir rak litla reiðhjólaverslun og gerði við reiðhjól okkar krakkanna. Þetta verkstæði var staðsett ofarlega á Hafnargöt- unni. Margeir var afar vinsæll maður, barn- góður og hjálpsamur, ekki bara þá heldur alla tíð, einnig eftir að hann varð allumsvifamikill útgerðarmaður og fiskverkandi í Keflavík. I Keflavík var einnig leigubifreiðastöð sem opin var allan sólarhringinn. Mat mitt er að sumu leyti huglægt en samt ekki að öllu leyti. Því fer ljarri. í Keflavík varð ég aldrei var við smáborgarabrag eða neins- konar undirlægjuhátt, menn tóku fljótt saman höndum eftir kosningar, rétt eins og þær hefðu ekki farið fram. Það er ef til vill djarft til orða tekið en mér finnst alltaf eitthvað líkt með Keflavík og New York. Einar G. Ólafsson Oskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs, með þökk fyrir það liðna. GRÓFIN 13c - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4388 - FAX 421 1180 FAXI 17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.