Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 18

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 18
Sagnir úr Reykjanesbæ FINNGÁLKN Finngálkn er það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skað- legri fyrir sauðfé manna og skot- harðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti. Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annara þar nærlendis. Hélt það sig mest um- hverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki. Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Dýralæknastofa Suðurnesja Breyttur opnunartími! Viðskiptavinir athugið! Opnunartími Dýralæknastofu Suðurnesja er eftirfarandi: Mánudaga Þriðjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga 14:00-18:00 12:00-16:00 12:00-16:00 12:00-16:00 14:00-18:00 Ekki er þörf á að panta tíma fyrir almennar heilbrigðiss- koðanir, bólusetningar o.fl. en panta þarf tíma fyrir aðgerðir (geldingar, ófrjósemisaðgerðir, tannhreinsun o.fl.). Vitjunum í hesthús, fjárhús og heimahús er sinnt utan opnunartíma stofunnar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar, www.dyri.com. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni. Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfur- hnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta. Hellan er síðan kölluð Hun- angshella og er hún við landsuð- ur-horn Ósanna hjá alfaraveginum milli Keflavíkur og Hafna. JÓN ÁRNASON1. 611 „LANGAR IVIIG í LÍFS HÖLL“ A fyrra hluta 19. aldar var í Hafnahreppi barnakennari sem Hafiiði hét og kenndi lestur, skrift og reikning; aðrar námsgreinar voru þá ekki kenndar. Hafliði var ókvæntur og búlaus á meðan hann dvaldist í Höfnum en hafðist við sem lausamaður í Kirkjuvogi. Eina nótt í júlímánuði vaknar Hafliði og gengur út. Var þetta laust eftir sólaruppkomu. Logn var og blíðviðri. Þá er Hafiiði kemur vestur fyrir húshornið sér hann að Virkishóllinn opnast og út úr honurn kemur mikill mann- fjöldi. Sá hann brátt að þetta var líkfylgd og gengu tveir prestar á undan þeim sem kistuna báru, en báðir voru prestarnir í fullum skrúða. Jafnframt heyrði Hafiiði söng mikinn og gat vel greint að sunginn var sálmurinn: Langar mig i lifs höll, leidisl mér heimsról, o.s.frv. Horfði Hafliði undrandi á lík- fylgd þessa uns hún kom að Hjall- hólnum. Þá opnaðist sá hóll einnig fyrir sjónum Hafliða og hvarf öll líkfylgdin þangað inn. Virkishóllinn er hár hóll sem stendur í Kirkjuvogstúninu, hér um bil 20 metra frá Kotvogi en Hjallhóllinn er á að gizka 100 metra í norðaustur frá Virkishóln- um. Sagt er að bóndi nokkur í Kirkjuvogi hafi nokkurum árum síðar séð nákvæmlega sömu sýn og heyrt sunginn sama sálm. RAUÐSKINNA I 6 HULDUFÓLKSTÖÐVAR FRAMKVÆMDIR Þá er Hákon Vilhjálmsson bjó í Kirkjuvogi ætlaði hann eitt sinn að láta byggja vindmylnu uppi á Virkishólnum. Nóttina eftir að byrjað var að róta hólnum urn dreymir Hákon að til hans kemur maður, stór og tígulegur og bið- ur hann að hætta mylnusmíðinni. Hákon var samt ekki alveg á því að láta draumarugl aftra sér frá ákveðnu verki og lét halda áfram daginn eftir að grafa fyrir grunn- stæði mylnunnar eins og ekkert hefði í skorizt. Nóttina eftir kom sami maður til Hákonar aftur og bað hann hins sama sem fyrr og var sýnu þyngri á brún og alvarlegri en nóttina áður. En Hákon sat við sinn keip og lét hinn þriðja dag fara að hlaða mylnustæðið. En þó að Hákon væri enginn veifiskati og óvanur því að láta hlut sinn fyrir hinu raun- verulega, livað þá fyrir draumum einum þá var honum þó nóg boðið þriðju nóttina, er sami maðurinn kom æðandi inn að rúmi hans með reiddan hnefa og sagði reiðilega: „Ef þú hættir ekki, Hákon, skal öllum máttarstoðum kippt undan Kirkjuvognum.“ Þar með var mylnusmíðinni á Virkishólnum lokið hjá Hákoni og sjást þess glögg merki enn í dag hvar mylnan átti að standa. RAUÐSKINNA 16, ÞJÓDHÆTTIR 139 Úr bók Hildar Harðardóttur, Sagnir úr Reykjanesbce, Reykjanesbœr 2005 18 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.