Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 31

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 31
með aflahæstu bátum. Við Jóni tók Guðjón Jóhannsson vertíðina 1943 en pabbi seldi bát- inn unt vorið. Þrátt fyrir heilsuleysið var pabbi alveg á kafi í útgerðinni og man ég eftir því þegar mamma var að reka hann til að klæða sig betur og vera í stígvélum, en honum fannst það þyngja sig of mikið enda fór svo í vertíðalok 1940 að hann fór á Vífilsstaöi og man ég það vel. Ég held að allir nema hann hafi haldið að þetta yrði endirinn hjá honum og hann kæmi ekki meira heim. A þessum tíma var hann kominn með 2 báta því auk Jóns hafði hann keypt mb Rán frá Akranesi haustið 1939, sem fékk nafnið Sæ- borg GK 445. Sem skipstjóra á Sæborgina réði pabbi Martein Helgason eða Matta í skólanum eins og hann var kallaður. Matti var mjög góður aflamaður og sjóntaður. Unt áramótin 1941-42 kaupir pabbi mb Bangsa frá Akranesi 41 lesta bát, en hann kom aldrei til Keflavík- ur Hann gerði hann út frá Akranesi á vertíð, og var Sigurjón Kristjánsson skipstjóri. Pabbi leigði hann í flutninga fyrir setuliðið í Hval- firði á sumrin. Fengum við bræðurnir að fara nokkrar ferðir, og var það heldur betur spenn- andi, í miðri heimstyrjöldinni og Hvalfjörður- inn oft fullur af skipum. Sumarið 1943 var ég um borð allt sumarið. Nú pabbi hjarnaði við og rak útgerðina áfram þrátt fyrir veikindin. Urn áramótin 1942 - 43 kemur nýr bátur, sem pabbi lét smíða hjá skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafn- arfirði. Þetta var 29 lesta bátur sem fékk nat'nið Svanur GK 530 og tók Matti í skólanum við honum, en Sæborgina seldi pabbi í vertíðarlok 1942. Þá hafði hann einnig keypl mb Njál GK 123 í vertíðarbyrjun 1941 og seldi hann strax að lokinni vertíð. Fengsælir skipstjórar Matti var svo með Svaninn til áramóta 1947- 48 en þá var hann seldur. Eins og Guðmundur Kr. var Matti á toppnum allar vertíðamar og er gant- an að skoða aflaskýrslumar frá þessum ámm en þær má sjá í Faxa allt ffá árinu 1942. Um áramót- in 1947 - 48 ræður pabbi Magnús Bergmann á Jón Guðmundsson nr. 2, en þann bát hafði hann keypt vorið 1947. Þetta var 65 lesta blöðrubát- ur byggður í Svíþjóð 1942 og hét Dvergur frá Siglufirði. Þá keypti hann í janúar 1948 Duxinn af Jóa Blakk og sonum og var skipstjóri Guðjón Jóhannsson eða Gaui Blakk eins og hann var kallaður. Maggi fúgl eins og Magnús Bergmann var kallaður, var frá Fuglavík á Miðnesi. Hann var hörkufiskimaður á vertíð og var með Jón Guðmundsson til ársloka 1955 og var nteð þeim aflahæstu flest árin. Svaninn seldi pabbi 1950. I laustið 1954 var Sæborgin nr.2 keypt af Guð- finnsbræðmm. Það var eins og Jón Guðmunds- son og Svanurinn sænskur blöðrubátur, 54 lestir og var ég skipstjóri á honum. Jón Guðmundsson seldi pabbi sumarið 1956. Öll þessi ár var pabbi með annan fótinn á Vífils- stöðum og sagði Helgi Ingvarsson yfirlæknir að ef bátarnir hans Ólafs míns fiska þá fengi hann heilsuna. Svanur GK 530 Lífsakkerið hans pabba Það hefur ekki verið neitt smá álag á hana mömmu okkar að hafa þurft að hugsa fyrir öllu, enda var hún lífsakkerið hans pabba í svo rnörg- um skilningi og ekki síst dempari á hann. Því þegar vel gekk vildi hann helst kaupa allt og man ég að ofl sagði hún: „Við vitum hverju við sleppum en ekki hvað við hreppum.” Hún vildi hafa fast land undir fótum blessunin. Vertíðimar gengu yfirleitt vel og hugsa ég að fáir útgerð- armenn hafi átt jafn oft báta alveg í toppnum og pabbi. Arið 1959 semur pabbi um srníði á 72 lesta bát í Vestur Þýskalandi og fór hann á flot í mars 1960. Hann var skírður Jón Guðmundsson KE 4 og var ég skipstjóri á honum. Við byrj- uðum vetrarvertíð 8. apríl á þorskanetum. Var Jón gerður út til ársloka 1964 og gekk okkur vel á hann bæði á vetrarvertíð og síldveiðum fyrir norðan og sunnan. Pabbi gerði stærri bátana út á síld fyrir norðan á sumrin, með slæmum árangri því síldarleysi var nær öll sumrin frá 1947 til 1955. 1960 fór síldin að finnast aftur enda kont- in fullkomnari leitartæki. Pabbi sagði mér eftir að hann hætti útgerð að ekkert veiðarfæri hefði verið nær því að koma sér á hausinn og ekkert veiðarfæri gefið sér meiri peninga en síldarnótin. Öll síldarleys- isárin fór hagnaðurinn af vetrarvertíðunum til að borga tapið af síldinni. Vorið 1964 var Jón Guðmundsson nr. 3 seld- ur og hætti pabbi þá útgerð á eigin bátum. Þá byggði hann lítið frystihús upp úr „efra hús- inu”, sem hann átti á Vatnsnesinu. Hann var með leigubáta bæði á vetrarvertíð og á hum- arveiðunt á sumrin. Pabbi dró sig í hlé 1969 og lést 28. júlí 1974. Það finnst mörgum með ólíkindum hverju pabbi fékk áorkað með öllum sínum veik- indum. Þegar talin eru saman árin, sem Itann dvaldi á Vífilsstöðum eru þau um 13. Oft fékk hann kunningja sína til að hugsa um dagleg- an rekstur og launagreiðslur þegar hann var á Hælinu. Man ég eftir að Margeir Jónsson var með það um tíma og Óli Björns sagði að hann hefði hent í sig heftinu með þeim orðum að hann þyrfti að skreppa á Hælið. Síðustu árin Jón Guðnnmdsson (nr.l) GK 517 FAXI 31

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.