Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 32

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 32
Jón Guðmundsson (nr. 2) KE 5. Aður hét báturinn Dvergur og var frá Siglufirði. I beitningarskúrnum. Steinar Þórhallsson og félagi hans. Mynd Kr. Jónsson. »• Jón Guðmundsson (nr.3) KE 4 I pökkunarsal frystihússins. Fremst til hægri Hulda Asgeirsdóttir og til vinstri Hrönn Björns- dóttir. Mynd Kr. Jónsson. sá Gaui bróðir um allar reddingar og rekstur fyrir pabba Oft var hlegið og margt brallaö Eins og ég sagði í byrjun væri hægt að halda áfram endalaust, en samt eru punktar, sem ekki er hægt að sleppa. Eins og þegar pabbi var að kaupa Sæborgina nr. 1 og kom í Útvegsbank- ann í Reykjavík í viðtal við bankastjórann, voru bræður úr Grindavík, sem líka höfðu áhuga á bátnum komnir á undan honum. Pabbi skellti sér út í Ellingsen og hringdi í bankastjórann og keypti bátinn í gegnum símann. Ekki vorum við gamlir bræðurnir, þegar við Guðmundur Ólafsson að slá til hrognatunnu. Mynd Kr. Jónsson. byrjuðum að hjálpa til við að þrífa bátana og mála eftir vertíð. Oft var hlegið og margt brall- að, eins og þegar við hífðum Ola bróður efst upp í mastur á Jóni Guðm. nr. 2 til að mála það, en hann var mjög lofthræddur og mastrið óvenju hátt. Við neituðum að slaka honum um stund og hlógum og hlógum. Pabbi og mamma voru mjög trúuð, en alltaf þegar við vorum að fara á síldveiðamar fyrir norðan, bað mamma Guð að vera með okk- ur, en pabbi sagði: „Þið reynið að djöflaæst á þessu. Og alltaf þegar ég hringdi í hann til að láta hann vita hvernig gengi, kvaddi hann með því að segja: „Þú reynir að djöflast á þessu geyið mitt.” Ahugi pabba fyrir fiskiríi bátanna var svo milcill að hann gleymdi oftast að taka í soð- ið fyrir heimilið, þó hann gerði út 3 báta. Og björguðu bræður mömmu, þeir Ellert og Einar, oft málunum, en þeir voru á bátunum í mörg ár. Oft var ég sár fyrstu árin sem skipstjóri hjá pabba, því Jón Guðmundsson var alltaf nr. 1 og Sæborgin nr. 2. Einu sinni sagði hann að ef hann dreymdi að hægri fóturinn lenti í drullu mundi Jón G. fiska. Ég spurði hann hvort hann dreymdi aldrei vinstri löppina í skít. Þá hló liann bara. Rakst illa í samsulli Auk þess að vera í útgerðarstússi, var pabbi einn af stofnendum Keflavíkur hf. ásamt þeim Hreggviði Bergmann, Huxley Olafssyni, Sveini Jónssyni og Olafi Jónssyni, en þeir tveir 32 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.