Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 33

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 33
síðast nefndu, áttu Miðnes hf. En það stóð ekki lengi, því pabbi rakst illa í samsulli, seldi hann sinn hlut á 120 földu verði. Þá var hann einn af stofnendum Hraðfrystihússins Voga hf. í Vog- um og var þar stærsti eigandinn um tíma og var að hugsa um að flytja þangað. Eg man að við Jana systir fengum að fara með þegar hann var að skoða jörðina Stóru-Voga. En eins og fyrr sagði heilsuleysið til sín og síldarleysið á hverju sumri. Og um haustið 1951 seldi pabbi Voga hf. og Svaninn nr. 2. Vogahúsið keypti Einar Guðfinnsson í Bolungarvík, en Svaninn keypti Steindór Pétursson í Keflavík. Sá bátur strandaði utan við Gerðahólma í Garði í mars 1953. Ólafur Sólimam naul þess að útrétta á bíl sinum síðari hluta starfsœvinnar. Mynd Kr. Jónsson. r Minningarbrot um Ola Sól Frystihús Ölafs Sólimanns út á Vatnsnesi, vörubílarfyrirtækisins og bilstjórarnir þeir frœndur Sigurður Ólafsson og Gis/i Reimarsson. Mynd Kr. Jónsson. IMér er sönn ánægja að ritja upp eitthvað af kynnum mínum af Ola Sól, sem var góður vinur minn. Eg þekkti Ola vel frá því að ég var krakki, en þegar við Hróbjartur Guð- jónsson byrjuðum að byggja fiskverkunar- hús á Vatnsnesinu beint á móti fiskhúsi Óla urðu kynni okkar nánari. ÓIi var þá að byggja neðra húsið og kom oft á dag til þess að fylgjast með. Oftast Ieit hann þá við hjá okkur og fylgdist með hvað okkur gekk. Óli var sérstaklega hjálpsamur niaður og mátti ckkcrt aumt sjá. Lítið dæmi uni það: Óli fylgdist með hvernig okkur gekk í aura- málunuin sem öðru, sjálfur stóð hann í basli nieð aura, enda hafði hann aldrei haft áliuga á að safna þeim. Eitt sinn kemur hann og er léttstígur. „Jæja strákar, ég var að fá borg- aðar kr. 20 þúsund, sem ég taldi löngu tap- aðar, ég ætla að lána ykkur 5 þús. af þessu,” sagði Óli og rétti mér umslag. Óli vissi að það stóð illa á hjá okkur, en við höfðum aldrei orðað að fá lánaða peninga hjá honum, vissum að hann átti nóg með sig, en hann gaf sig ekki með það að við tækjum við þessum peningum. Þetta kom sér mjög vel, eins og á stóð. Fljótlega gátum við borgað Óla. (Þetta hefir verið 1955, þá l'ékkst meira l'yrir 5 þús. en nú.) Óli var stundum kvaddur lil þess að koma inn á Hæli, hælið á Vífilsstöðum, með skömmum fyrirvara og þurfii þá að fara frá rekstri sínum, í óákveðinn tíma, án þess aö hafa ráðrúm til þess að gera nokkrar ráðstafanir. Eitt sinn hringir Óli í mig að kvöldi, líklega síðsuntars 1953 og bið- ur mig að finna sig, sem ég gerði að sjálfsögðu. Vafningalaust bar hann upp erindið. „Eg þarí'að skreppa inn á Hæli í fyrrainálið, viltu ekki sjá um hann Blátind fyrir mig á nteðan geyið mitt. Aðallega verður það aö láta kallana hal'a aura þú færð þá hjá honum Hregga.” Hann hafði þá leigt mb. Blátind l'rá Vestmannaeyjum undir Bjössa son sinn, sem varað helja sinn formanns- feril og sett hann á reknet og lagði upp hjá hf. Keflavík. „Svo þarftu að passa að þeir hafi net.” Líkt hafði skeð oft áður en hann lét það ekki há sér. A stríðsárunum þegar hann hafði hvað mest umsvif var hann mikið á Hælinu. Sagt var að ef hann fékk leyfi til þess að skreppa í bæinn hafi hann staðið í bátabraski og stundum keypt bát í þessuni dagsleyl'um. Skömmu efiir stríðslok var samið um bygg- ingu 30 togara í Englandi, Nýsköpunartogarana. Auglýst var eftir kaupendum. Óli var eini Suð- umesjamaðurinn, sem sótti um einn al’ þessum togumm. Hann gat staðið við allar greiðslur, en fékk samt ekki skip. Keflavíkurbær fékk eitt, Keflvíking. Öll bankaviðskipti varð að sækja til Reykja- víkur og margt lleira þurfti að sækja þangað. Óli átti því ofl erindi í bæinn. Eftir að kom að því að ég þurfti að reka söntu erindi fór ég oft með Óla í Bæinn. Fastir liðir hjá Óla í þess- um ferðum var að kveðja Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, eins og hann kallaði það. Þegar við keyrðum um hringinn á Miklatorgi opnaði hann hurðina og spýtti svartri lummu. Annar siður var sá, efhann taldi erindið hafa gengið vel, þá var stoppað við sjoppu í Haínarfirði og boðið upp á malt og ijagralaga eins og hann kallaði það. Fjagralaga var fjagralaga terta, sulta á milli laga og glassúr ofaná, þær voru á stærð við lít- inn matardisk, skammturinn var ljórðungur úr slíkri tertu. Það ég best man keyptum við aldrei mat en oft kaffi og kleinu á kalfistofu, sem var á bak við gömlu lögreglustöðina í Bænum, ef við lukum ekki erindinu fýrir hádegi. Haustið 1967 hittumst við Óli niður á bryggju, sem oflar. Óli segir: „Þú mættir ekki á aðalfúnd Olíusamlagsins í gær, geyið mitt, ég kom þér samt í stjómina.” Ég taldi mig lítið erindi eiga þangað. „Jú einmitt, þú átt að verða l'ormað- ur og passa upp á að Olíufélagið gleypi ekki Santlagið,” sagði Óli. Þetta gekk eftir, ég varð stjómari'ormaður í Samlaginu á iýrsta fundi ný- kjörinnar stjómarog gegndi því hlutverki næstu 29 ár. Ólafur Björnsson FAXI 33

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.