Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 47

Faxi - 01.12.2006, Blaðsíða 47
ing við menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. A síðasta ári hlaut Faxi menningarverðlaun sem ómetanleg heimild um sögu og menningu í Reykjanesbæ. Skrifað var undir menning- arsamninga við tólf aðila. Samningarnir gilda til ársins 2008 og fela í sér ijárstyrki til ýmiskonar menningarstarfsemi í bænum. Menningarráð er sá hópur sem deilir út menn- ingarstyrkjum og menningarverðlaunum fyrir hönd bæjarstjórnar. Auglýst var eftir árlegum styrkumsóknum í menningarsjóð 14. septeinber s.l. og var umsóknarfrestur einn mánuður. Alls bárust 10 umsóknir til ýmissa verkefna sem tengdust þó öll menningarmálum. Til skiptanna vom kr. 5.000.000 sem komið höfðu úr Mann- gildissjóði og er það sarna upphæð og úthlutað var í fyrra. Framlag til menningarstyrkja hefur hækkað úr tveimúr milljónum í fimm milljónir á síðasta kjörtímabili. Styrktarhópum hefur fjölg- að úr 5 í 12 og stærri upphæð því bundin í samn- inga eða kr. 3.500.000. Eftirfarandi aðilar hlutu styrk Menningarráðs Reykjanesbæjar árið 2006: 1. Sigrún Jónsdóttir Franklín fær kr. 300.000 til að vinna annars vegar 3 þjóðleiðabæklinga sem tengjast þjóðeiðunum til og frá Keflavík og hins vegar til að standa straum af kostn- aði við þrjú sagnakvöld í Reykjanesbæ. 2. Guðný Kristjánsdóttir, Gunnheiður Kjart- ansdóttir og íris Dröfn Halldórsdóttir fá kr. 150.000,- til að standa straum af kostnaði við uppsetningu á söngleiknum Cinderella stoiy sem unnið var með ungu fólki hér í bæ. 3. Sviðslistahópurinn hr. Níels, sent skipaður er þeim Siguringa Sigurjónssyni, Sigurði Sæv- arssyni, Ingólfi Níelsi Árnasyni og Sigurði Eyberg Jóhannessyni. fær kr. 300.000.- til að standa straum af kostnaði vegna uppsetn- ingar á nýrri íslenskri óperu sem gerð er eftir sögunni Hel eftir Sigurð Norðdal. 4. Ingólfur Vilhjálmsson bassaklarinettuleikari fær kr. 300.000 til að fullgera geisladisk með tónlist Suðumesjamannanna Áka Ásgeirs- sonar og Atla Ingólfssonar. 5. Ellert Grétarsson fær kr. 150.000. upp í kostn- að vegna einkasýningar í Bandaríkjunum. 6. Junior Chamber International Island / JCl Suðurnes fær kr. 50.000 til að aðstoða við að endurvekja félagið hér á svæðinu. Glitnir í Reykjanesbæ flytur í nýtt húsnæði Byggingarframkvæmir við nýtt útibú Glitnis í Reykjanesbæ hófust í maí sl. og á útibúið að flytja í nýtt 400 lin. húsnæði í ágúst á næsta ári. Nýja útibúið verður staðsett við Hafnargötu 91- 93 í Reykjanesbæ, þar sem síldarbræðslan stóð áður. Glitnir og Listasafn Reykjanesbæjar hafa gerl með sér samstarfssamning til næstu tveggja ára um ijárhagslegan stuðning til safnsins og var samningur þess efnis undirritaður í oklóber. Konur yfirmenn KB-banka Við Flugvallarveg gegnt lýrirhuguðu útibúi Glitnis opnaði fyrsta útibú KB-banka á Suð- urnesjum í septembermánuði. Yfinnenn útibús- ins eru Jóhanna Reynisdótlir, fyrrum bæjarstjóri í Vogum, og Jóhanna Elín Óskarsdóttir, báðar rótgrónir Keflvíkingar. 1200 lóðum úthlutað á síðustu tveimur árum Mikil uppbygging hefúr verið í Reykjanesbæ síðustu árin. Tæp fimm hundruð byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum voru gefin út á síðasla ári en ári áður voru útgefin byggingarleyfi aðeins rúm 80 talsins. Nú eru um 900 nýjar íbúðir í byggingu í Reykjanesbæ og alls hefúr 1200 lóð- um verið úthlutað í 4 nýjum hverfum á síðustu misserum. Fyrsta hverfið af þessum fjórum var Tjarnarhverfi í Innri-Njarðvík. Síðan var skipu- lagt 500 íbúða hverfi austan þcss og nefnist það Dalshverfi. Deiliskipulag að Dalshverfi 2 fylgdi í kjölfarið og er þar gert ráð lýrir 500 íbúðum til viðbótar. Fyrir liggur einnig deiliskipulag að Stapahverfi þar sent gert er ráð fyrir 700 íbúð- um. 130 einbýlishúsalóðir hafa verið seldar í Ásahverfi í Grænási. Alls er gert ráð fyrir um 10 þúsund ntanna byggð í nýju hverfunum. Flestir þeirra sent flytja til Reykjanesbæjar eru frá höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. 30 ára afmæli FS Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð 30 ára 25. nóv- entber sl. og var skólinn með opið hús í tilefni þess. Gestum gafst kostur á að skoða skólahús- næðið og kynna sér starfsemina. Afmælisins er minnst með ýmsum hætti og kom út veglegt afmælisrit sem dreil't var með Morgunblaðinu um allt land. Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður Ólafsvíkur sameinast Fonulegur samruni þessara tveggja sparisjóða varð 1. júlí sl. Eigið fé hins sameinaða sjóðs er um. 8 milljarðar króna. Sparisjóðurinn í Keflavík skilaði á fyrstu sex mánuðum ársins mesta hagnaði sjóðsins á einum árshelmingi. Arðsenti eiginljár var 55% sent er ein sú mesta frá stofnun sjóðsins. I mars á þessu ári keypti Sparisjóðurinn rekstur og eignir Landsbanka Is- lands í Sandgerði og er Sparisjóðurinn nú með afgreiðslu og þjónustu í öllum þéttbýliskjörum á Suðurnesjum. Sparisjóðurinn í Keflavík hóf á árinu átak til frama fýrir Björgina í Keflavík lil næstu 3ja ára. Björgin er athvarf fyrir lólk með geðraskanir í húsi Sjálfsbjargar í Reykja nesbæ. Sparisjóðurinn verður aðalstyrktarað- ili Björgunarsveitarinnar Suðumes samkvæmt |triggja ára samstarfssamningi sem undirritaður var í síðustu viku. Þá verður Sparisjóðurinn í Keflavík aðalstyrktaraðili Ljósanætur fram yfir Ljósanótt 2008. Frá Ljósanótt FAXI 47

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.