Austurstræti - 04.07.1938, Blaðsíða 5

Austurstræti - 04.07.1938, Blaðsíða 5
AUSTURSTRÆTI i'engju nokkrar skaðabætur. — Þrælahald hafði verið einn aðal- styrkur landbúnaðarins og þræl- arnir skiptu hundruðum þús- unda. — Afleiðingin varð svo vitanlega sú, að allir hinir stærstu landeigendur, sem hing- að til höfðu verið keisarans stoð og stytta, gengu á hönd hinum lýðveldissinnuðu flokkum, sem alllengi höfðu barist fyrir af- námi einveldisins. — Svo var gerð bylting án blóðsúthellingar, og keisarinn og öll hans ætt rek- in í útlegð. jL1 STADOS-Unidos do Brazil — bandaríki Brazilíu — var nafnið, sem lýðveldið fékk. — Stjórnarfyrirkomulagið var snið- ið eftir Bandaríkjum Norður- Ameríku og landinu skipt í 20 smærri ríki, sem hvert um sig hafði sjálfsstjórn, undir einni yfirstjórn. Hvert ríki hafði sitt þing í tveimur deildum og Sam- bandsstjórnin gat aðeins skipt sér af löggjöf þess, þegar hún varðaði sambandsríkið í heild. — Forseti kosinn til fjögra ára af sambandsþingi o. s. frv. En engin frjálslynd löggjöf megnar að breyta eðli og lyndis- Borgarinnar bezta hanskar. Ávallt nýtízku snið. Mikið úrval. Lágt verð. Hanskagerð Guðrúnar Eiríksdóttir Austurstræti 5. Sími 3888. einkennum heillar þjóðar. — Sviksemi embættismannanna og mútuþegur, leti og kæruleysi æðstu stjórnendanna og einræð- ishneigð; — þekkingarleysi kjps- endanna og skortur á þjóðemis- tilfinningu, — allt þetta gerði það að verkum að framfarir í Brazilíu urðu ákaflega hægfara lengi vel. — Það var óhamingja landsins, og er að nokkru leyti enn, — að hin Brazilianska þjóð stóð nábúum sínum í Argentínu og Chile langt að baki í öllu andlegu atgerfi. — Brazilíubú- 29

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.