Austurstræti - 04.07.1938, Blaðsíða 20

Austurstræti - 04.07.1938, Blaðsíða 20
AUSTURSTRÆTI Leyndardómar gulu múnkanna. Niðurl. hönd. Hjartað og heilinn voru svo lögð á altarið frammi fyrir guðunum, en blóðið notaði presturinn til að skrifa með sig- ursöngva á fána flokksins. LÆRDÓMUR munkanna í Tíbet er fólginn í fleiru en göldrum. Margir þeirra leggja stund á undarleg lækna- vísindi í klaustrunum og virð- ast nærri geta gert kraftaverk á því sviði. Álitið er að sú þekk- ing hafi borist til þeirra frá Indlandi. Flest lyf sín búa þeir til úr jurtum, en auk þess nota þeir ýms önnur ótrúleg efni svo sem úlfstennur, apabein, högg- ormakjöt o. fl. Rykfínan gull- sand nota þeir við hjartasjúk- dómum, muldar perlur við alls konar eitrun og ýmislegt gim- steinaduft við hinum og þessum innvortiskvillum. Fjöldi þessara munka eru einnig fjölhæfir dávaldar og nota dáleiðsluna mikið í þágu lækninga sinna. Annars er það alkunn stað- reynd að ýmsar frumþjóðir búa yfir alveg óskiljanlegri þekk- ingu á ýmsum læknislyfum og það er ekki fátítt að vestrænir vísindamenn á því sviði hafa sótt til slíkra þjóða ómetanlega fræðslu. — Þekking þessara þjóða á ýmsum jurtum, safa þeirra og áhrifum, er vafalaust arfur kynslóðanna frá því að mannkynið stóð í miklu nánari tengslum við móður náttúru og leyndardóma hennar en nú. — Þessar ,,villi“-þjóðir virðast einnig oft og tíðum þekkja og ráða við einhver dularöfl sem hvítum mönnum eru með öllu óskiljanleg. ESSI stutta lýsing af lífi hinna gulu munka, sýnir okkur hve margt er óskiljanlegt hvítum mönnum í hinni fjar- lægu Austurálfu, bæði hugsun- arhættir, siðir og annað. — En þetta er þó að breytast. Jafnvel hjátrúin, sem að miklu leyti hef- ur stjórnað lífi þessara þjóða verður smátt og smátt að víkja fyrir vestrænni menningu og 44

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.