Austurstræti - 14.07.1938, Blaðsíða 12

Austurstræti - 14.07.1938, Blaðsíða 12
AUSTURSTRÆTI Al þýðukveðskapur. Reykvískur hagyrðingur, sem við skulum kalla Geira, eins og kunningjar hans alment gera, hefur látið ritinu í té nokkrar af lausavísum sínum, og gefið góðar vonir um meira síðar. — Geiri er nú þegar orðinn svo vel þektur af stökum sínum og fyndni meðal margra hér í bæ og víðar um land, að óþarfi hinn dauða á líkhúsið, þar sem læknir var til taks til að skrifa dánarvottorðið. En á leiðinni þangað spratt sá dauði skyndi- lega upp af börunum og labb- aði ósköp rólega á brott. Menn- irnir frá spilavítinu ætluðu að tryllast af vonsku, en þorðu ekkert að segja. — Ameríku- maðurinn veifaði til þeirra hendinni og þakkaði brosandi fyrir sig um leið og hann þurkaði rauðu málninguna framan úr sér. Síðan þetta skeði, gætir lög- reglan þess vandlega að líkin séu skikkanlega dauð áður en hún treður peningunum í vas- ana. er að gefa honum önnur með- mæli, og svo þau sem felast í vísunum sjálfum. — Kvæðið „Paradísarsæla" hér að fram- an er einnig gott sýnishorn af kveðskap hans. Geiri er sköllóttur, og ein- hverju sinni þegar það bar á góma, kvað hann: ,,Ég hugsaði fyrir heila þjóð svo hárin tóku að visna ogfalla. En ennþá lifir andans glóð undir þessum bera skalla“. ★ Eftirfarandi stöku kallar Geiri „Lengi giftur“, og segir hana orta í orðastað eins vel- metins eiginmanns, þó hann hinsvegar vilji ekki ábyrgjast að sá hinn sami mundi vilja skrifa undir hana. „Enn ég loga af ástarþrá, ef ég kyssi frúna. Himneskt er að horfa á hjónarúmið núna“. ★ Geiri er lífsglaður og léttlynd- ur, um það ber þessi vísa vott. „Gott er að eiga glaðvært sinn það gefið er fleygum sálum. Ég vil teygja unaðinn eins og veig af skálum“. 60

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.