Austurstræti - 11.08.1938, Blaðsíða 4

Austurstræti - 11.08.1938, Blaðsíða 4
AUSTURSTRÆTI þeir og fylltust þá slíkum undra- krafti, að hættumar urðu leik- ur einn og erfiðið fannst ekki. Einnig kom jurtin þeim í matar- stað, því að þeir gátu verið matarlausir allt að viku í slíkum ferðalögum án þess að finna til sultar, ef þeir voru undir stöð- ugum áhrifum jurtarinnar. En misnotkun jurtarinnar þekktu þessar frumþjóðir ekki. — Að það yrði daglegur ávani að neyta hennar var óþekkt. — Það er ekki fyrr en hvítu mennirnir koma til sögunnar, kynnast á- hrifum hennar og gera hana að verzlunarvöru, sem kokain-eyði- leggingin byrjar að breiðast út um heiminn. AÐUR en langt um leið tóku menn að flytja þessa jurt yfir hafið, til þess að gróður- setja hana í gömlu heimsálfun- um, eins og kartöflurnar og tó- bakið. Og nú er hún ræktuð víða um heim, einkum í Indlandi, Java, Jamica og Ástralíu. Þó eru tæplega liðin hundrað ár (um 1860) síðan að hún fór að verða kunn almennt í Ev- rópu. Og hinna hræðilegu áhrifa hennar fór ekki að gæta fyrr en um 1880, þegar hinn þýzki efnafræðingur Niemann fann upp að vinna úr henni eiturlyfið Kokain. — 1 fyrstu var það not- að sem deyfingarmeðal við hættulegum uppskurði á augum, og tók öllum öðrum deyfilyfj- um fram. Þó varð að gæta ítr- ustu aðgæzlu til að notkun þess í slíkum tilfellum hefði ekki hin- ar hættulegustu verkanir í för með sér. — Kokainið var því notað mjög gætilega í fyrstu. En eftir að læknavísindin höfðu komizt á þá skoðun, að í koka- ininu væri fundið móteitur og óbrigðult meðal til þess að lækna fólk, sem var að eyðileggja sig á morfíni, fóru hin liræðilegu áhrif þess að koma í ljós. Það var að fara úr öskunni í eldinn. — Sjúklingamir urðu á stuttum tíma langt um meiri þrælar þessarar nýju nautnar en mor- fínsins, og hún eyðilagði þá á sál og líkama margfallt örar og algjörar. Þó var það ekki fyrr en þessa tvo síðustu áratugi, sem kokain- nautnin komst í algleyming, eins og áður er sagt. — Þegar heims- stríðinu lauk má svo að orði komast, að allt taugakerfi mann- 92

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.