Austurstræti - 11.08.1938, Blaðsíða 10

Austurstræti - 11.08.1938, Blaðsíða 10
AUSTURSTRÆTI Vórnæturiíf í borginni. Framh. „Nei, þarna kemur frú. . Hann nefnir nafn, sem meiri hluti bæjarbúa þekkir. Eitt augnablik flýgur mér í hug, að ganga til hennar og forða henni frá öllum hinum forvitnu og gráðugu augum, er glápa á hana. En ég þekki hana ekkert og óljós virðing fyrir nafni hennar, þrátt fyrir alt, ræður því að ég stend kyr og bíð úrslita. Hún er nærri komin yfir göt- una þegar bifreið kemur í veg íyrir hana og nemur staðar. Feitlaginn náungi hallar sér út úr bílnum og vill fá hana til að stíga inn. — Frúin reynir að setja upp merkissvip, sem fer alveg út um þúfur og setn- ing sem hún ætlak að segja kafnar í hixta. Og mótþróa lít- ið kippir sá feitlagni henni upp í bílinn, sem ekur af stað og hverfur innan stundar. „Vor- næturlíf í borginni", segir kunn- ingi minn, sem í þessu kemur aðvífandi, glaðlega. Ég kinka kolli, og svo íæikum við í hægðum okkar burt frá pulsuvögnunum, út í vornótt- ina. ★ Við nemum staðar fyrir fram- an bifreiðastöð eina. Það er komin salla-rigning. Hlýinda skúr, við ætlum að leita okkur að afdrepi þar til styttir upp. Fyrir framan stöðina er sama aðstreymið og frástreymið af bílum og ölvuðu fólki. Inni hringir síminn í sífellu. Jafn- skjótt og sá, sem gætir hans sleppir honum, kemur ný hring- ing. „Njálsgötu sjötíu og. . . ., já, takk. . .. Eitt stykki! Já, sjálf- sagt!“ „Vesturgötu fimmtíu og .... tvö stykki og einn fleyg! .... Já, það er hægt..........Eftir nokkrar mínútur.......Takk!“ „Hverfisgötu .... Já, takk, o. s. frv.“ Og jafnharðan kallar hann til hinna ýmsu bílstjóra fyrir- skipanir sínar eftir því, sem röðin kemur að þeim. „Jón, Pétur, Grímur eða 98

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.