Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 5

Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 5
AUSTU RSTRÆTI ÚR ÖLLUM ÁTTUM V: Leyndardómar úthafanna, Hollendingurinn fljugandi. — Skrimsli. — Miðgarðsormurinn o. fl. FIiÁ því fyrst að söguv hóf- ust, hefur hafið haft ákaf- lega sterk áhrif á hugi mannanna og ímyndunarafl. Trú á hið „yf- irnáttúrlega“ og dularfulla er öll- um mönnum meira eða minna í blóðborin og hin miklu úthöf hafa átt sinn drjúga þátt í að efla alt sterkt og seitt til sín óbeislað hugmyndaflug þjóðanna. — Hin ægilegustu tröllskrímsli fylltu þessi dimmu höf og óteljandi skelfingar hryllilegri en nokkur orð gátu útmálað, leyndust í djúpunum, reiðubúnir til að hremma sjófarendur. Egyptar, sem voru farnir að smíða stór seglskip að minnsta kosti 1500 árum fyrir Krist litu á siglingar um höfin sem blátt áfram glæpsamlega dyrfsku. Hin stóru skip sín notuðu þeir aðeins á fljótum landsins og vötrium. — Fyrsta þjóðin sem mcnn vita með vissu að bauð ögrunum hafsins byrginn, voru Föníkumenn, og er því talið að tímabil siglinganna hef jist með þeim. í Odysufs-kviðu Homers eru eins og kunnugt er hinar hrikalegustu frásögur og glæfralegustu sj ómannaæfintýri. Allskonar ófreskjur og skrímsli leynast í djúpinu og ógna skipun- um. Og hin furðulegust æfintýri reka hvert annað. Homer segir þar, að öll sigling vestan við Sik- iley sé ófær því engri stjórn verði komið við, og svo var álitið af öllum, þangað til Föníkumönnum tókst smátt og smátt að mjaka sér fram með ströndum Evrópu og alla leið að Spánarströndum. Enn út á hið mikla haf hinu meg- in við Gíbraltar hafa þeir þó tæp- lega þorað að leggja út á. 1 ótölu- legar aldir var Gíbraltarsundið reiknað heimsendir. Par fyrir ut- an tæki við óendanlegur flötur sem væri ýmist botnlaus leðja eða þykkt gagnsætt hlaup, þar 109

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.