Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 11

Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 11
AUSTURSTRÆTI En nú ei' vornóttin á förum. Það er komið undir morgunn. Ég held heimleiðis. Verkamennirnir eru enn að týnast út á götuna. Einn og einn mætir mér með smápinkla í höndum — þreytulegir og lotnir í herðum, labba þeir í morgunblíðunni niður Njálsgöt- una, niður Grettisgötuna, niður Skólavörðustíginn eða Berg- staðastrætið, — niður að höfn- inni, — niður í Verkamanna- skýlið. — Ef til vill eiga þeir eftir að híma þar allan daginn ár- angurslaust. Og svo að lötra aftur heim, enn þá lotnari í herðum, enn þreytulegri og með vonbrigði og sársauka rist í veðurbörðu, órökuðu andlit- inu. Einn og einn mætir mér. — Þögulir fara þeir framhjá. En svo koma þeysandi innan grötuna þrír blístrandi málarar á reiðhjólum og í sloppum, sem einhvern tíma hafa verið hvít- ir, en nú eru ataðir út í öllum regnbogans litum.-------- Og einn og einn af vöku- mönnum næturinnar er á stangli hjer og hvar á leið heim til sín. Fölir og veikindalegir, óstyrkir á fótum, rauðeygðir og dapur- eygðir. Þeir eru sýnilega byrjaðir að taka út laun næturinnar nú þegar. Ungur maður, hattlaus í snotrum rykfrakka hallast hjálparlaust upp að húsvegg. Svo byrjar hann að kúgast. — Hann er sýnilega dauðveikur. Ég geng nær honum, frakk- inn er allur útataður og hann starir á mig sljóvum, votum bænaraugum. Það er þjáninga- drættir í bláfölu unglingsandlit- inu. — En þegar ég ætla að bjóða honum hjálp mína, slangrar hann burtu og hverfur inn í einmanalega hliðargötu. Morguninn er að renna upp fagur og hlýr. En þessar ein- manalegu hryggðarmyndir í auðum götunum ásækja mig. — Og ég hraða mér heim. — Um leið og ég loka dyrunum þýtur bifreið fram hjá og gamall verkamaður hrökklast upp á gangstéttina.------ Author. 115

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.