Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 15

Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 15
AUSTURSTRÆTI Læknir nokkur bað kunningja sinn, er var meinfyndinn, að skrifa eitthvað í stefjabók sína, er lá á borðinu. Maðurinn settist við og fer að skrifa: „Síðan þessi ágæti læknir fór að stunda sjúklinga, hafa sjúkra- húsin algjörlega lagst niður — Greip þá læknirinn fram í og sagði: „Nei, blessaðir verið þér, þetta er þó alltof mikið hól“. „Bíðið þér ofurlítið“, mælti hann „ég var ekki alveg búinn“, og bætti svo við: „------— en kirkjugörðum hefur fjölgað að mun“. ★ Prestskona var að halda vand- lætingarræðu yfir manni sínum, ölvuðum. Hann gerði margar og ítarlegar tilraunir til þess, að fá hana til að segja Amen. Hann bað hana í allra heilagra nafni að hætta, en ekkert dugði. Loks stóð hann upp úr sæti sínu og sagði snöggt, en þó með embætt- is og valdmanns hreim í rödd- inni: „í nafni konungsins og lag- anna skipa ég þér að halda kjapti, Magga! ik Frúin: Já, svo yður langar til að verða tengdasonur minn, þrátt fyrir það álit sem þér hafið á mér og heimili mínu. Pilturinn, sem var mjög ást- fanginn í dóttir hennar, svaraði: „Nei, alls ekki, en það er víst óumflýjanlegt, fyrst ég vil og er ákveðinn að giftast dóttur yðar“. Nýlegt Orgel-Harmoníum - Kiiöler - flil sölu nú þcgar. Upplý§ingar í síina 5471 119

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.