Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 22

Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 22
AUSTURSTRÆTI þurkuðu kjöti og ostur voru all- ar þeirra matbirgðir. — En kaff- ið sem hinn dökki þjónn bjó til að máltíðinni lokinni ilmaði eins og dýrindis Mokka og hresti flóttafólkið ótrúlega mikið. Þau hagræddu sér í skugga hellisins og létu fara svo vel um sig sem föng voru á. „Abdullha“, sagði svo Kingston „Legðu þig nú til að sofa dálitla stund. Ég skal halda vörð og vaka“. Svo snéri hann sér að ungu stúllcunni. „Þér ættuð einn- ig að reyna að sofna ofurlitla stund. — Það er engin hætta á ferðum fyrst um sinn. Ég geri ráð fyrir að þeir ætli að bíða með áhlaupið þar til fer að dimma I lcvöld“. Abdullha hlýddi samstundis og færði sig innar í hellirinn þar sem hann geymdi Jessabel og hinn úlfaldann. — Hann hafði teymt úlfaldana upp eftir sniðgötum, meðan Kiiigston varðist fyrsta áhlaupinu. En Sybil harðneitaði að fara frá hlið Kingstons. Hún lagðist niður á ábreiðuna við hlið hans í hellismunnanum. Ilún var yfir sig komin af þreytu, en þrátt fyrir það, gat hún ekki sofnað á hinni Vísur sendar »Austurstræti.« i. „Austurstræti“ er blaða best birtir fróðleik lesandanum. Tekur réttum tökum flest, tilheyrandi sannleikanum. Áskrifandi blaðsins. II. Vökull leiðarvísir ötull vertu mæta „Austurstræti" sýndu í verki manndóms merkin mátt í festu deildu á lesti, vöndun, dáð, með hug og höndum hreina drengskaps fága strengi, eyddu hræsni gott allt glæddu, göfgi andans vektu af höfga. Hrói. ómjúku kvílu og bylti sér hvíld- arlaust. Loks lyfti Kingston höfði hennar og lét það hallast í fang sér. — I-Iún virtist tæplega verða þess vör því hún sagði ekkert en varp aðeins öndinni léttara og sofnaði samstundis. 126

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.