Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 9

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 9
9 2. grein: Árlega skal leggja 5% af hreinum ágóða hér- aðsmóta við varasjóð«. V. íþröttamál. Bjarni Júníusson, framsögumaður, íþróttanefndar, lagði fram og skýrði eftirfarandi tillögur frá íþróttanefnd: »Þingið samþykkir: a) Að keyptur sé bikar, eða annar verðmætur gripur, nú þegar á næsta vori, svo framt að fjárhagur leyfi. b) Gripurinn skal veittur að verðlaunum því félagi, sem hæsta stigatölu fær í íþróttum á héraðsmótum sam- bandsins. c) Gripurinn verður eign þess félags, sem vinnur hann þrisvar í röð«. a. og b. liðir voru samþ. í e. hlj., c-liður feldur með 12:12 atkv. Eftirfarandi viðaukatillaga kom frá Aðalst. Sigmundssyni: »Héraðsþingið felur héraðsstjórn að semja reglugerð fyrir verðlaunagrip þann, sem nú hefir verið samþykt að útvega«. Till. samþ. í e. h'íj. VI. Örnefni. Ingimar Jóhannesson, héraðsritari, hóf umræður. Ósk- aði eftir upplýsingum, hvað félögin hefðu þegar gert í þessu máli. — Nokkrar umræður urðu. Kom þar í ljós, að meiri erfiðleikar voru á framkvæmd þess máls, en menn hefðu hugsað fyrst í stað. Allir voru sammála um nauðsyn málsins og höfðu mikinn áhuga á, að hrinda því í framkvæmd, þótt ekki yrði það hægt eins fljótt og hér-

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.