Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 11

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 11
VIII. Héraðsskólinn. Framsógumaður skólanefndar, Eiríkur Jónsson f Vorsabæ, skýrði frá störfum nefndarinnar síðastliðið ár. Lýsti hann undirbúningi happdrættisins og framkvæmd- um þess. Sala happdrættismiða hafði gengið mjög treg- lega, selst aðeins fyrir kostnaði. En það happ vildi til, að vinningarnir gengu ekki út og á því sambandið alla munina: hest, íslendingasögurnar í skinnbandi og silfurúr. Las frsm; síðan upp reikning skólasjóðs fyrir árin 1924—1928. Eign sjóðsins er kr. 1797,00. Reikn- ingurinn var afhnetur endurskoðendum og samþyktur síðar á þinginu, athugasemdalaust. Skólanefnd lagði fram þessar till.: »Héraðsþingið samþykldr: a. Að greiða 1000 kr. úr skólasjóði til Laugarvatns- skóla, þegar á þessu ári. b. Að þriggja manna nefnd starfi átram í málinu og vinni því gagn eftir mætti, hafi á hendi vörslu skóla- sjóðs, komi eignum hans í peninga, og leggi fram reikn- ing hans á næsta héraðsþingi«. Eftir langar og ítarlegar umræður voru tillögur þess- ar samþ. í e. hlj. Skólanefnd og varamenn voru endurkosnir með lófa- taki. (Sjá Árb. '28, bls. 8). IX. Bindindismál. Sigmundur Þorgilsson var framsögum. og mælti fast með bindindi. Svohlj. till. frá Aðalst. Sigmundssyni var samþykt: »Héraðsþingið endurnýjar og ítrekar samþyktir síð- asta þings um bindindismál og felur héraðsstjórn strangt

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.