Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 18

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 18
i8 góðum árangri- Trjárækt gengur misjafnlega, sumstaðar góður árangur. Onnur störf. a. Gjafir: Bókfærðar gjafir nema ca. 2200 kr. Þar af 400 kr. til héraðsskólans, 215 kr. veik- um félaga, 2 félög gefa minningargjafir, 2 til húsbygg- ingar og húsaleigu, 2 gefa bókasöfnum. Nokkur tilgreina ekki hvernig gjöfunum er varið. Sum félög hafa gefið vinnu, en verðleggja hana ekki. Mesta gjöf eins félags er 1000 kr. U. M. F. Eyrarbakka hefir gefið þá upp- hæð í bókum, peningum og vinnu, sem kemur upp í húsaleigu félagsins, því að það leigir samkomuhús hreppsins og starfrækir það. — b. Líknarst'órf: 4 félög hafa styrkt fátæka menn með vinnugjöfum, bæði við slátt, byggingar o. fl. 1 félag tók 20 ær í fóður af fá- tækum bónda og sama félagið gaf fátæklingum fatnað fyrir jólin. — c. Þingvallavinna. 2 félög sendu menn til vinnu á Þingvöllum. — d. 1 fclag gerði tilraun með jarðræktarvinnu meðal barna í anda amerísku ungmenna- hreyfingarinnar. — e. 2 félög styrktu menn til íþrótta- náms í Reykjavík og Haukadal, gegn því að þeir kendu aftur heima fyrir. — f. 4 félög héldu hlutaveltur til styrktar bókasöfnum og húsbyggingarsj. Tekjur af þeim um 1200 kr. — g. 1 félag hefir lokið við að skrifa sögu sína- — h. 1 félag efndi til kappreiða og styrkti það með fjárframlagi. — i. 1 félag gekst fyrir stofnun sjúkra- samlags í hreppnum. Sjóður sjúkrasamlagsins er kr. 544,00. — j. Tóbaksbindindisflokkur starfar í einu fé- lagi. Taflflokkur í öðru. — k. Bókasafn opnaði 1 félag í maí til ofnota fyrir félaga. Lánaði 338 bindi. — Önn- ur félög geta ekki um hvað söfnin eru mikið notuð. — /. U. M. F. Biskupstungna fullgerði hið myndarlega

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.