Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 27

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 27
S. Ó. Ólafsson & Co. Selfossi — Sími 3. Til að geta fullnægt kröfum viðskiftamanna okkar, höfum við stækkað sölubúðina og aukið vörubirgðirnar að mun. Við höfum nú á boðstólum fjölbreytt úrval af vefnaðarvörum, tilbúinn fatnað, frakka og kápur, sportbuxur, sokka höfuðföt, bláu nankin- fötin, sumarskófatnað o. fl. o. fl. Allar þessar vörur seljum við með lægsta verði, miðað við gæði. Sömuleiðis emailleraðar vörur og alumin- ium og ýmsar smávörur, nýlendu- og matvörur. Það er aðeins fátt hægt að telja upp í lítilli auglýsingu, Þess vegna viljum vér ráðleggja öll- um að koma og skoða vörurnar. Við leggjum áherslu á vöruvöndun, lágt verð- lag, ábyggileg viðskifti, enda er reynslan þessi: að þeim sem einu sinni hafa skift við okkur, koma til okkar aftur. Það eru líka beztu meðmælin. Uli - ull - ull! Bændurl Við höfum góð og ábyggileg sölu- sambönd á ull, getum því ávalt trygt yður hæzta verð fyrir hana. — Okkur er það áhuga- mál að viðskiftamaðurinn sannfærist um að hann hafi orðið fyrir hagfeldum og greiðum við skiftum. — Komið. Reynið. Virðingarfylst. S. Ó. Ólafsson & Co.

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.