Búfræðingurinn - 01.01.1948, Blaðsíða 59

Búfræðingurinn - 01.01.1948, Blaðsíða 59
BÚFRÆÐINGURINN 57 koma fram á sjónarsviðið og hveria skjótt að baki. Bæir eru nefndir einn af öðrunr og innan stundar erura við í Miðfirði. Hér er Bjarg, þar sem Grettir óx. Hugurinn flýgur örskjótt 9 aldir aftur í tímann og dvelur hjá kappanum víðfræga, sem ör- lögin skópu svo óblíð ævikjör. En hinum megin við ána kveður Kormákur magnþrungin ástaljóð um Steingerði sína, Ijóð, sem aldrei fá þó svalað til nokkurrar lilítar óðlyndi skáldsins né ástarþrá. Og þarna býr Arngrímur lærði löngu síðar, hann, sem varðaði.innstu leiti íslenzkrar menningar á einni hinni myrk- ustu öld. Hugþekkust verður þó myndin af Ásdísi, sem oftast barðist ein gegn óhamingju sonarins fræga. Þó er sú barátta ekkert einsdænri. Ásdís á Bjargi hefur verið uppi á öllum öld- um og er það víða enn. Hitt mun sönnu nær, að oft hafa störf hennar verið miður metin en skyldi. Næsti áfangi var Reykir í Hrútafirði. Þar var setzt að borð- um, og síðan athugaðar eftir föngum byggingar skólans og sundlaug hans. Hér gafst nokkurt tóm til þess að líta yfir lands- lagið. Lágar og bunguvaxnar hæðir eru beggja vegna Hrúta- fjarðar. Þar er undirlendi lítið. Ekki þótti mér kveða mikið að náttúrufegurðinni, en hér rnunu vera sauðlönd góð. Gnægð er af heitu vatni á Reykjum, en ekki sá ég þar jarðrækt mikla, enda er skólinn ungur. Við kvöddum skólann með þeirri ósk, að honum mætti vel takast að varða veg þeirra Grettis og Kor- máks hinnar tuttugustu aldar og félaga þeirra. Nú er Holtavörðuheiði framundan, sem margan hefur grátt ieikið í vetrarferðum fyrri tíma. Er það sízt að furða, því að heiðin hefur verið torleiði mikið um vegleysur í illviðrum að vetrarlagi, og ærið langt er hér á milli bæja. Þarna er land eyði- legt, grátt og gróðurlítið. En nú er glatt yfir ferðafólkinu, því að bílarnir renna hart og hindrunarlaust yfir auðnina. Gaman- yrði og glaðvær söngur berst yfir kyrrð heiðarinnar, og innan stundar er bæði Holtavörðuheiði og Norðurárdalur að baki. Þó fer enginn svo um Norðurárdal, að hann taki ekki eftir hinum bratta og fagra Baulutindi, er þar ber liæst og veitir sveitinni fegurð og skjól. Á Hreðavatni er stanzað um stund. Nafnið er í undarlegu ósamræini við ilmríkar bjarkir, svipmikl fell og blátært vatnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Búfræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.