Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 22

Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 22
20 BÚFRÆÐINGURINN land, verður að hafa sig til þess að hindra, að girðingin verði á lofti. Er þetta gert á þann hátt, að sléttum vír eða gaddavír er vafið utan um hvern streng, þannig að rétt hil haldist á milli strengja, og síðan er festur þungur steinn í þenna vír, sem með þunga sínum heldur girðing- unni niðri. Venjulega er ekki ástæða til að grafa slíka sigsteina niður fyrir frost, en vitanlega er það öruggast. Staurar eða hælar geta ekki komið í staðinn fyrir sig, því að staurarnir eru léttir og geta losnað og lyfzt upp. Þó mætti nota staura, sem væru gildari að neðan, ef þeir eru grafnir um 3 fet og jarðvegur er þéttur. Annars þarf þungi þessa sigs að vera það mikill, að hann vegi upp á móti þeim krafti, sem leitast við að lyfta girðingunni í beina stefnu yfir viðkomandi lægð. b. Vírnetsgirðingar. Vírnetsgirðingar eru frábrugðnar gaddavírs- girðingum að því leyti, að sléttur vír er notaður í vírnet, eins og fyrr er getið. Hins vegar eru bæði gaddavírsgirðingar og vírnetsgirðingar álíka góðar varnargirðingar, ef uppsetning og efni er hliðstætt að gæðum. Það mun þó vera reynsla manna, að vírnet þolir verr snjó- þunga en gaddavír, og er því réttara að nota síður vírnet þar, sem snjó- þungt er. Ending vírnets er tæplega eins góð og gaddavírs og viðhald vírnets erfiðara vegna þess, að slitna þræði er verra að tengja svo, að vel sé, og ekki er unnt að skipta um lélega þræði, eins og gera má við gaddavírsgirðingar. Vinnan við að koma upp vírnetsgirðingu er lítið eitt minni, annars sami frágangur á öllum venjulegum staurum, horn- staurum o. fl. Verður því ekki endurtekin lýsing á uppsetningu girð- ingar. Eins og fyrr er að vikið, eru vírnet oft 4 til 6 möskva og hæð þeirra 65 til 95 cm. Hið síðar- nefnda telst fullgild girð- ing. en ]—2 strengi þarf með 65 cm neti, til þess að fjárheld girðing geti talizt. Ég tel, að 4 möskva vírnet 8. mynd. Notkun vírstrengiáhalds. með gaddavírsstreng undir og yfir séu mjög góðar varnargirðingar og e. t. v. þær beztu eða jafnist á við beztu gadda- vírsgirðingar. Þegar um strengingu vírnets er að ræða, er mjög áríð- andi, að strengingin verði jöfn á öllum þráðum. Má t. d. framkvæma strengingu á þann hátt, að 2 plankar (ca. 2X4 þumlunga) (sjá mynd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.