Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 109

Búfræðingurinn - 01.01.1951, Page 109
BÚFRÆÐINGURINN 107 sem torf er notað eða ekki, oftast um 5 cm og eitthvað þykkra við veggi. Þetta hey er þó að jafnaði ekki verra en það, að gefa má það hestum og jafnvel fé, ef það er blandað öðru betra. Fargið, sem menn nota, er nokkuð misjafnt, eða frá 2—4 lög af hnullungsgrjóti. Það er venjulega ekki sett á fyrr en síðast, þ. e. a. s. þegar vel er orðið sigið í gryfjunum og þær hafa verið ofl og rækilega fylltar. í þriðja flokknum er svo aðeins eitt býli. Þar er tvibýli, og er bú- skapurinn rekinn á samvinnugrundvelli. A síðasta sumri var heyjað þar nokkuð á sjöunda hundrað hesta, en þar af voru um 20 þurrkaðir. Votheysgryfjurnar eru tvær, hvor um sig 4X4X7 m að stærð, fer- hyrndar. Allur heyskapurinn var verkaður í þessum gryfjum með „köldu aðferðinni“, nema þeir 20 hestar, sem þurrkaðir voru. Túnið var slegið og alhirt á 8 dögum og þá strax borinn á það tilbúinn á- burður fyrir seinni sláttinn. Fyrri slátturinn varð um 200 hestburðir. Eftir að honum var lokið og meðan túnið var að spretta aftur, unnu þessir bændur að byggingum um mánaðartíma og fylltu enn fremur aðra gryfjuna af útheyi. Var útheyið tekið bæði af valllendi og mýri, og var nokkuð af því fornslægja. Þegar þessu var lokið, mátti hefja seinni sláttinn á túninu. Reyndist hann svipaður að vöxtum og hinn fyrri og var settur ofan á báðar gryfjurnar, sinn helmingurinn á hvora. Síðan var þakið með torfi og fargið sett á, tvö lög af hnullungsgrjóti. Þessir bændur nota einnig þá aðferð, sem áður er á minnzt: Þeir úða vatni með garðdreifara yfir lieyið, þegar þeir hirða í sterkum þurrki eða þegar heyið hefur þornað í meðförunum. Vothey þetta er mjög fallegt og lyktargott, bæði taðan, útheyið og fornslægjan og sama sem ekkert skemmt ofan í gryfjunum. Allur fénaður búsins hefur verið fóðraður á votheyinu einu í vetur nieð góðum árangri, að því er séð verður. En þetta er annar veturinn, síðan byrjað var á votheysverkuninni í svona stórum stíl. Ærnar hafa fengið 3 kg hver á dag, og er % af því taða, en lömb og hrútar hafa fengið eins og þau vilja éta. Enginn fóðurbætir hefur verið gefinn fénu. Kýrnar, sem mjólkandi eru, fá hins vegar 1 kg af kúafóðurblöndu hver á dag, og þær éta 26—42 kg af votheystöðunni hver á dag. Ein kýrin fær auk þess um 2 kg af þurri töðu á dag, en hún hefur nú í þrjá mánuði, sem liðnir eru frá burði, mjólkað um 20 kg á dag. Þannig eru í stórum dráttum aðferðir bænda hérna í Önundarfirði við votheysgerðina og fóðrun með því. Bændur hér eru sammála um,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.