Mosfellsblaðið - 01.01.1999, Blaðsíða 12

Mosfellsblaðið - 01.01.1999, Blaðsíða 12
EM Hl ÍTIILITIA HESTHÍISALÓÐAR í síðasta tölublaði Mosfellsfrétta birtist grein undir fyrirsögninni „Dylgjur Mosfells- blaðsins.“ Byrjar greinin sjálf á dylgjum um Mosfellsblaðið en þar er óháða blaðið sett inn- an gæsalappa. Tilefni fréttarinnarer úthlutun hesthúsalóð- ar til Þrastar Karlssonar. Mál þetta var mikið til umræðu meðal hestamanna í haust enda að- dragandinn að úthlutuninni um margt al- hygliverður. Það hlýtur að teljast til tíðinda þegar svo háttsettur maður innan keiTisins fær úlhlutað lóð sem margir aðrir sækjast eftir. Þetta þætti fréttaefni alls staðar annars staðar og að birta ekki frétt um þetta þýddi aðeins að hér ríkti fréttabann. Úthlutunin var mikið rædd og eilthvað virðist bæjanáð hafa óttast þessa út- hlutun því aldrei áðurhafa verið búin til klæð- skerasaumuð skilyrði fyrir úthlutun hesthúsa- lóðar sem þessarar eða nokkurrar annarrar lóðar hjá bænum. Eftirfarandi fylgdi úthlut- uninni: „Við mat á umsóknum voru eftritald- ir þættir lagðir til grundvallar: - Hversu lengi umsækjendur hafa verið búsellir í bæjarfélag- inu, -reynsla af umgengni þeirra í hesthúsa- hverfinu, -þátttaka í uppbyggingu hverfisins, -upplýsingar um fjármögnun og hversu langt var síðan umsækjendur fengu úthlutaðri lóð í hveriinu". Hér virðist aðeins vanta skónúmer. Murtuútgerð vi Þingvallavatn Þann 27. september s.l. lagði Mosfellsblaðið leið sína að Þing- vallavatni, en þá stóð yfir murtuvertíð útvegsmanna við vatnið. Að sögn Sveinbjöms Jóhannessonar, (Bangsi) útvegsbónda að Heið- arbæ var mikil veiði í haust og sjaldan meiri. Markaður er hins vegar takmarkaður, en þriðja áiið í röð er verið að senda á Japans- markað. Um 22 tonn eru send úr Þingvallavatni á Japansmarkað. - Ora h/f í Kópavogi var með niðursuðu á Þingvallamurtu, en mis- sti markaði sína þegar aflabrestur varð í vatninu og murtuveiðin datt niður. Nú eru fimm útvegsbændur við vatnið, Sveinbimir tveir á tví- býli að Heiðarbæ, Jóhann í Mjóanesi, Hörður á Skálabrekku og Öm á Nesjum. Hver útvegsbóndi er með um 30 net og murtan ánetjast öll, þannig að talsverð vinna er að ná henni úr netunum. Hver bóndi getur verið með um 8.000 til 10.000 stk. á dag. Murtan er tekin úr netunum uppi á bryggjunni, fer síðan í sendi- bílinn sem ekur henni ferskri til Hafnaifjarðar þar sem hún er strax heilfryst á Japansmarkað. - Ymsir muna e.t.v. eftir Bangsa með glænýja Þingvallableikju á Sveitamarkaði í Mosfellsdal s.l. sumar. Vonandi hittum við hann þar aftur næsta sumar. Bcmgsi í Heiðarbœ cí miðri mvnd í verstöð sinni með skip sitl og vinnufólk. BÍLAVERKSTÆÐI Guðvarðar og Kjartans Önnumst allar almennar btfreiðaviðgerðir, {eppabreytingar, rennlsmíði, sprautun o.fl. Fluguinýri 16 c, Mosfellshæ Sími 566 6257 - Fars. 853 6057 Fax 566 7157 Aorðurlandamol í handluiallleik í Árhus 17. - 21. febrúar 1999 Leikir Aftureldingar: Miðvikudag 17. febr. kl. 20:30 Afturelding - Redbergslid IK, fimmtudaginn 18. febr. kl. 19:00 Afturelding FIF. og á föstudaginn 19. febr. kl. 20:30 Sandefjord - Afturelding. Laugardag og sunnudag verður spilað til úr- slita. Fyrirhuguð er hópferð til Danmerkur vegna mótsins og þeir sem hafa áhuga hringi í Jóhann Guðjónsson, s. 8960131.

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.