Ármann - 01.04.1959, Blaðsíða 28

Ármann - 01.04.1959, Blaðsíða 28
r Utanferðír Armanns KÖRFUKNATTLEIKUR Frb. af 26. sídu sóttar hjá deildinni. 1956 unnu Ár- menningar í fyrsta skipti Islandsmcist- aratitilinn í 2. flokki, og hefur flokkur- inn unnið þennan meistaratitil æ síðan og þá auðvitað bikarinn til eignar, sem um var keppt. Hefur lið þetta nú þegar átt nokkra æfingaleiki við meistaraflokkslið héð- an úr Reykjavík og farið með sigur af hólmi í nokkrum þeirra. Spáir þetta mjög góðu, þegar þess er gætt, að flest- ir eiga eftir tvö ár í 2. flokki. Eru því miklar vonir bundnar við flokk þenn- an í framtíðinni. Allálitlegur hópur æfir nú einnig í 3. flokki og er þess að vænta, að þeir haldi hópinn og æfi af kappi, því að sýnt þykir, að þeir muni í engu verða eftirbátar þeirra eldri, er fram líða stundir. Það var á síðastliðnu ári, að nokkr- ar stúlkur úr Handknattleiksdeild Ár- manns hófu æfingar á körfuknattleik undir handleiðslu nokkurra pilta úr 2. flokki. Æfingar þessar voru mjög vel sóttar og áhugi mikill. Árangurinn kom líka fljótt fram, og varð hann framar öllum vonum. Þegar á fyrsta mótinu urðu þær í 2. sæti, og á seinasta Reykjavíkurmóti unnu þær sinn flokk og urðu Reykjavíkurmeistarar. Lofar þetta vissulega góðu og er vonandi, að stúikurnar geti haldið merkinu á lofti enn um sinn. Á síðastliðnu ári var farin keppnis- ferð til Vestmannaeyja í boði Iþrótta- félagsins þar og leiknir tveir leikir. Unnu Ármenningar leikina með nokkrum yfirburðum. Seint á síðastl. ári fór hópur úr 2. flokki til Laug- arvatns í boði Menntaskólans. Voru leiknir 2 leikir, og unnu Ármenningar annan þeirra. Voru ferðir þessar mjög skemmtilegar og er ætlað, að með þeim hafi enn aukizt hin félagslega samheldni innan deildarinnar. Einn aðalþátturinn í starfi Ármanns frá 1925 eru utanfarirnar sem félagið hefur gengizt fyrir. Tuttugu sinnum hafa Ármenningar sýnt og keppt undir merkjum félagsins erlendis, en auk þess hafa þeir tekið þátt í Ólympíu- leikum og öðrum alþjóðlegum mótum á vegum annarra aðila. Þess er enginn kostur að segja frá öllum þessum ferð- um í blaðinu svo viðhlítandi sé, en fyrirhugað er að skrifa um þær á öðr- um vettvangi. Alls hafa 337 þátttakendur verið í þessum ferðum og hefur verið sýnt og keppt í 8 þjóðlöndum í 105 borgum. Hér á eftir fylgir stutt yfirlit um ferðirnar. 1. Noregsför 1925. Glímumannaflokkur sýndi í 20 borgum víðsvegar um landið. Þátttak- endur voru 9 talsins. Sigurður Greips- son var fararstjóri ásamt Jóni Þor- steinssyni sem einnig var kennari og stjórnandi. Þessi ferð var farin fyrir tilstilli Ungmennafélags Islands. 2. Danmerkurför 1926. 14 glímumenn sýndu undir stjórn Frá upphafi má segja, að æfingar hafi verið mjög vel sóttar, en þó aldrei sem nú, enda fara vinsældir körfu- knattleiksins vaxandi með hverju ári sem líður. Er þetta vel, því að íþróttin er fögur og gefur gnægð tækifæra til drengilegrar framkomu og leikni. Oftast liggur eitthvað annað og meira til grundvallar hverri íþrótta- grein en íþróttin sjálf. Eins og menn vita, felst gildi íþróttanna í að skapa heilbrigða sál í hraustum líkama, og ég tel, að körfuknattleikurinn sé ágætt meðal til slíkrar uppbyggingar. Hann gefur tækifæri til alhliða þjálfunar, Jóns Þorstcinssonar viðsvegar um landið í 36 borgum. 3. Þýzkalandsför 1929. 20 fimlcika- og glímumenn sýndu.á 23 stöðum undir stjórn Jóns Þorsteins- sonar. Fararstjórar voru Lúðvíg Guð- mundsson og Reinhard Prinz. 4. Svíþjóðarför 1932. 19 fimleika- og glímumenn sýndu á íslenzku vikunni í Stokkhólmi. Stjórn- andi og kennari var Jón Þorsteinsson. Sýnt var á 8 stöðum og fararstjórar voru Guðlaugur Rósinkrans og Jón Magnússon. 5. Damnerkurför 1937. 8 ræðarar undir fararstjórn Ólafs Þorsteinssonar kepptu við danska ræð- ara. 6. Noregsför 1938. Fimleikaflokkur kvenna undir stjórn Jóns Þorsteinssonar tók þátt í 13. landsmóti Norðmanna í fimleikum. Þátttakendur voru 17. 7. Sv/þjóðarför 1939. 38 karlar og konur tóku þátt í al- kennir mönnum að vinna saman og taka tillit til samherja og mótherja, þjálfar skjóta hugsun og gefur mönn- um mikla leikni í knattmeðferð. Ég hef starfað með Körfuknatt- leiksdeild Ármanns frá upphafi, utan eitt ár, og mér er ljúft að segja, að starf þetta hefur veitt mér mikla gleði og margar ánægjustundir. Að síðustu þetta: Eins og ykkur er kunnugt á félag okkar 70 ára afmæli um þessar mundir. Bezta afmælisgjöf ykkar til félagsins er, að þið ætíð verð- ið því trúir, styrkið það og eflið um ókomna tíð. 28 ÁRMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.