Ármann - 01.04.1959, Blaðsíða 34

Ármann - 01.04.1959, Blaðsíða 34
að æfa sig undir víðavangshlaup Í.R., sem far- ið hefur frá byrjun fram á sumardeginum fyrsta. Ég var þennan vetur í fvrri bekk Vél- skóla íslands og hafði takmarkaðan tíma til æfinga, en stundaði þó glímuæfingar við lítinn orðstír cins og fyrr er sagt. En um io dögum fyrir sumardaginn fyrsta átti Ágúst Jóhannes- son uppástungu að því að ég kæmi með þeim á æfingar í víðavangshlaupinu. Þá kom í ljós, að ég hafði úthald og hraða til að fylgja þeim fremstu, og sú varð raunin á þær fjórar æfing- ar sem ég fór þá með þeim. Það var þá ákveð- ið að ég skyldi verða í þeirri sveit sem Ármann sendi til þátttöku. En þá fór svo að mér bauðst starf á strandfcrðaskipinu Sterling, sem ég hafði ckki ástæður til að láta mér ganga úr greipum. Ég varð því að fara í burtu fjórum dögum fyrir keppnina. Ekki ætla ég að greina frá tilfinningum mínum yfir því að fá ekki að þreyta hlaupið. En ég strengdi þess þá heit að næsta vetur þegar ég yrði í síðari deild Vél- skólans skyldi ég undirbúa mig undir það að velgja keppinautunum undir uggum í víða- vangshlaupinu og fleiri hlaupum. Víðavangs- hlaupið fór svo fram í þetta sinn án minnar þátttöku og varð Þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum í Kjós fyrstur, annar varð Kon- ráð Kristjánsson frá Í.R. og þriðji Ingimar Jónsson úr Ármanni. Hans var sérstaklega get- ið fyrir fagurt hlaupalag og sýndi hann það ennþá betur á 17. júní mótinu það sama sumar. Hann vann þá bæði 1500 metra hlaupið og 5000 metra hlaupið á betri tíma en áður hafði þekkzt hjá okkur. En ég var á sjónum það sumar og hafði aðeins spurnir af því scm þá fór fram. En sumarið Icið að hausti, ég byrjaði aftur í vélskólanum. En nú hugsaði ég mér til hreif- ings og byrjaði æfingar strax og hélt þeim áfram allan veturinn, alla sunnudagsmorgna án tillits til þess hvernig veðrið var. Aðallega fóru æfingarnar fram á gamla íþróttavellinum. Ég hafði búizt við að verða þarna að mestu lcyti einn, cn ég lenti þarna í góðum félags- skap með hinum ungu og áhugasömu K.R.-ing- um, sem þá voru að hefja sína þrautseigu bar- áttu fyrir því að gera félag sitt að því íþrótta- stórveldi, sem það átti eftir að verða og er í dag. Úr þeim hópi minnist ég sérstaklega þeirra ágætu manna Kristjáns L. Gestssonar og Guðmundar Ólafssonar. Þegar líða fór á vct- urinn fór ég að finna árangur hinna reglu- bundnu æfinga. Hraði og úthald tók smátt og smátt að aukast. Ég fór að finna til kitlandi eftirvæntingar um hugsanlega sigra í hlaupum á komandi sumri. Ég hét því að ef nokkur tök yrðu á, skyldi ég fá mér atvinnu í landi yfir sumartímann. Eins og ég gat um áður var Ágúst Jóhann- csson formaður Ármanns. Ég minnist eins fundar, sem haldinn var í Goodtemplarahús- inu. Þar hélt hann hvatningarræðu til félags- manna um þessi mál. Hann sagði til dæmis, að enginn vafi væri á því að við gætum vel tekið upp keppni í Maraþonhlaupi, en lagði til að við byrjuðum á því að hlaupa frá Ála- fossi og út á íþróttavöllinn. Sigurjón Pétursson var á þessum fundi og var viðbragðsfljótur eins og hann átti vanda til, og sagðist skyldi gefa verðlaunabikar til keppninnar, ef úr henni gæti orðið. Við vorum þrír til að bvrja með, sem hugsuðum okkur til hreyfings með komandi sumri. En það var ég og Ingimar Jónsson, báðir úr Ármanni og Ágúst Ólafsson úr Í.R. En nú víkur sögunni aftur að Víðavangs- hlaupinu. Eftir því sem leið að sumarmálunum fór að fjölga þeim sem tóku þátt í æfingunum. Farið var að æfa á þeirri Icið scm hlaupa skyldi, en hún lá úr Kirkjustræti vestan við Alþingishúsið, suður Laufásveginn og yfir á Norðurmýrartúnin hjá býlinu Hlíð, svo norður túnin yfir skurðina með gaddavírsgirðingum á brúnum þeirra, sem þá voru oftast fullir af vatni og á Laugaveginn, þar sem Snorrabraut- in kemur á hann nú, síðan lá leiðin niður Laugaveginn og endaði í Austurstræti hjá ísa- foldarprentsmiðju. Ég var nú alveg orðinn laus við einn versta óvin langhlauparans, hlaupa- stinginn, svo mér fannst orðið allvænlegt útlit um árangur í hlaupinu. Þá voru einnig komnar upplýsingar um það að Ungmcnnafélögin Drengur og Afturelding í Kjós og Mosfells- sveitinni mundu senda allmarga mer.r. í hlaup- ið og að þau ættu marga mjög þolgóða hlaup- ara. Einn nýr maður var þá kominn í hópinn og hafði farið nokkrar æfingar. Mér var strax Ijóst á tilburðum hans að hann mundi setja sér markið hátt. Eftir nokkrar æfingar tók hann mig tali og sagði mér að hann væri tvisvar búinn að taka þátt í hlaupinu. Hann hefði orðið þriðji í fyrsta sinn, annar í annað sinn og nú í þriðja sinn ætlaði hann sér að verða fyrstur. Ég svaraði því ekki beint, en sagði þó að hann mundi að sjálfsögðu verða fyrstur ef hann gæti, cn fleiri mundu nú ætla sér það og gæti víst enginn sagt um það fyrr en að leiks- lokum. En hér var kominn Konráð Kristjáns- son sem varð annar árið áður. Mig minnir að þátttakendur í víðavangs- hlaupinu hafi orðið citthvað á milli 40 og 50 frá Ármanni, Í.R., K.R. og svo frá Ungmenna- félögunum Dreng og Afturcldingu, scm sendu fjölmenna sveit og áttu marga ágæta lang- hlaupara, sem bæði ég og fleiri áttum eftir að þreyta við marga ánægjulega en erfiða þol- raun síðar. Svo rann upp hinn mikli dagur, þegar úr því skyldi skorið hvaða félagsflokkur gengi með sigur af hólmi og hvaða einstaklingar kæmu með sigurlaunin úr hlaupinu. Það var milt veður en bleytufærð á öllum götum. Túnin og mýrin blaut og allir skurðir fullir af vatni. Hlaupið hófst á þeim stað, sem áður er lýst og var byrjað allgeyst. Konráð, Þorkell og Ingimar lciddu hlaupið suður Laufásveginn. Ég var ákvcðinn í því að gefa Konráði ekki neitt forskot. Á túnunum fórum við að vinna okkur fram úr hinum. Einnig var þá kominn nýr aðili framarlcga, sem virtist vera í sínu rétta umhverfi þegar hann fór að hlaupa vfir skurðina og girðingarnar. Hann var grann- holda þá, sem hefur allmjög breytzt með ár- unum, og léttbyggður. Konráði tókst að stíga fyrstur á Laugaveginn, ég var alveg á hælunum á honum og hljóp fljótt fram úr honum og hélt því úr því að mestu leyti, nema tvisvar sinnum tókst honum að komast á hlið við mig, en dróst svo fljótlega aftur úr. Við byrjun Bankastrætis var ég að byrja að telja mér trú um að líklcga ætlaði mér að takast að ná sigurlaununum, en sú hugsun hafði tæplega komizt í gegnum huga minn þegar ég hcyrði allmikla skelli fyrir aftan mig, slabb . . . slabb, með löngu millibili. Þar var þá kominn hinn léttbyggði utanbæjarmaður, sem virtist vcra í s/nu rétta umhverfi þegar hann var að hlaupa yfir girðingarnar á túnunum. Hann rann þarna fram úr mér og virtist tæplega snerta jörðina, mér virtist hann taka þrjá til fjóra metra í hverju skrcfi. Mér tókst ekki að ná honum alveg þótt litlu munaði, cn undi samt vel inín- um hlut. En þessi maður var Guðjón Júlíusson, sem átti eftir að koma út mörgum svitadrop- um á mér og fleirum það sumar, og þau næstu á eftir. Annað sem í frásögur er færandi frá hlaupinu cr það að nokkrum sekúndum cftir að ég stoppaði er þriðji maður að ná marki að við héldum, cn þá kemur á hæla hans Magnús okkar Guðbjörnsson og skellti sér flötum fram fyrir hann á marklínunni og náði 3. vcrðlaununum frá honum. Þar mun ,,írlend- ingurinn", sem hann segir að sé svo áhrifarík- ur í blóði sínu hafa verið að vcrki, enda varð Jóni Þorsteinssyni, sem stóð þar við hlið mina að orði: „Vcl gert hjá þér Magnús minn“. Úr- slitin í hlaupinu urðu svo þau að flokkakcppn- ina unnu Mosfcllssveitar- og Kjósarmcnn og áttu að auki i. mann og 4. mann. Ármann var með svipaða útkomu og átti 2. og 3. mann. Eftir þctta tók við mjög fjörugt félagslíf í félaginu fram eftir sumrinu. Á fyrsta íslands- mótinu í frjálsum íþróttum, 1921, scm hét þá 34 ÁRMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.