Ármann - 01.04.1959, Page 41

Ármann - 01.04.1959, Page 41
Fjármálin og skipulag félagsins Á félagsráðsfundi n. febrúar siðast- liðinn komu þessi ofanrituð mál nokk- uð til umræðu, og voru bornar fram tillögur í sambandi við þau. Þorkell Magnússon stakk upp á því, að hver deild verði gerð ábyrg fyrir ársgjöld- um meðlima sinna. Þetta er í rauninni nauðsynlegt og má undarlegt heita, að slíkt fyrirkomu- lag hafi ekki verið tekið upp hjá félag- inu fyrir löngu. Nú er þessum málum þannig háttað, að sumar deildir inn- heimta ársgjöld sjálfar, en aðrar ekki. Þar af lciðandi lendir það á féhirði að inna allan þcrra félagsmanna eftir árs- gjöldum. Eins og flestir vita hefur það Skíðadeild: Þórsteinn Bjarnason, formaður. Bjarni Einarsson. Kolbeinn Ólafsson. Gunnar Guðmundsson. Árni Kjartansson. Halldór Sigfússon. Fulltrúar i hinum ýrnsu ráðurrr eru þessir: Frjálsíþróttaráð: Þorkcll Sigurðs- son. Glímuráð: Gísli Guðmundsson. Handknattleiksráð: Gunnar Jóns- son. Sundráð: Pétur Kristjánsson. Skíðaráð: Bjarni Einarsson. Körfuknattleiksráð: Sigurður Guðmundsson. Framkvœrndanefnd að byggingu íþróttarnannvirkja félagsins skipa þessir: Þorsteinn Einarsson, formaður. Skarphéðinn Jóhannsson. Jens Guðbjörnsson. verið þannig undanfarandi ár, að allt að því helmingur félagsmanna hefur skotið sér undan því að borga ársgjald sitt. Þetta er í raun og veru eðlilegt, þar sem skipulagi félagsins er mjög ábótavant í þessum sökum. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að einn og sami maður gangi á eftir flestum félags- mönnum um að borga sitt gjald. Hver deild þarf að hafa sér fjárhag og þar af leiðandi vera ábyrg fyrir ársgjöldum sinna meðlima. Það eru einmitt félags- gjöldin, sem starfið hlýtur að byggjast á og er óskiljanlegt, hvernig sumir fé- lagsmenn skjóta sér undan að inna þau af hendi. Stefán Kristjánsson kom fram með tillögu um aðferð, scm hann kvað vera nctaða erlendis. Þar fengi enginn að byrja íþróttaæfingar hjá félögum fyrr en hann hefði áður borgað sitt árgjald. Þetta hefur oftsinnis komið til um- ræðu í stjórn félagsins á undanförnum árum og verið margsamþykkt. En það cr ekki nóg, að aðalstjórnin samþykki hlutina, heldur vcrða deildarstjórnirn- ar að fara eftir þeim samþykktum. Þessi mál horfa nú þannig, að það má ekki dragast lengur en til næsta að- alfundar að láta allar deildir félagsins fá fjárhag sinn í eigin hendur. Það hef- ur verið þannig undanfarið hjá sum- um deildum, að þær hafa látið félagið sjá fyrir sér fjárhagslega séð. Þetta á og verður að vera öfugt. Deildir fé- lagsins eiga sjálfar að sjá fyrir sínum hag. Hitt er svo annað mál, að sumar deildir geta ckki starfað, ncma einhver stuðningur frá félagssjóði komi til. En þessi óábyrga afstaða, sem nú ríkir í þessum málum hjá mörgum deildanna, verður að hverfa. Það er lífsspursmál fyrir félag vort. Seinasti aðalfundur er mönnum enn í fersku minni. Ekki fyrir það, að hann hafi verið eitthvað frábrugðinn öðrum aðalfundum félagsins undanfarið, heldur kom þá berlega í ljós, hversu skipulag stjórnarkosninga er ófullkom- ið. Þá voru kosnir sjö menn úr einni deild félagsins í aðalstjórn, en hana skipa, eins og kunnugt er, tíu menn. Hér er ekki verið að veitast að neinum persónulega, heldur einungis að sýna fram á, að slíkt fyrirkomulag á stjórn- arkosningum cg nú et hjá félaginu er ekki vænlegt til góðs árangurs. Ár- mann þarf að taka upp annað fyrir- komulag á þcssum málum. í því sam- bandi má benda á það, hvernig Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur hagar þessu, en þessi tvö félög eru einmitt stærstu íþróttafélög landsins og mjög svipuð, hvað starfsgrundvöll snertir. KR-ing- ar láta deildir sínar skipa ákveðna fulltrúa á aðalfund, og aðrir koma þar hvergi nærri. Það er einmitt fyrirkomulag svipað þessu, sem við þurfum að taka upp. 1 þessu sambandi myndi kannski ein- hver segja, að með þessu sé ekki lýð- ræðislega að farið. Því er til að svara, að langsamlega flestir félagsmanna cru á þeim aldri, að þeir vita ekki hvað félaginu cr fyrir beztu. I öðru lagi er það ekki heilbrigt, að ein deild geti fjölmcnnt svo á aðalfund, að hún ráði gjörsamlega hverjir kosnir eru í aðal- stjórnina. Hvað sem öllu þessu líður, þá er citt víst: Það verður að breyta félagslögunum þegar á næsta aðal- fundi. Með núverandi fyrirkomulagi hlýtur félagið að sigla í strand fyrr eða síðar. Þá má benda á, að hér er tilvalið verkcfni fyrir fulltrúaráð félagsins. Þeir, scm sitja í því, hafa margra ára reynslu í störfum fyrir Ármann og ættu því manna bezt að þekkja annmarka þá, sem eru á fjármálum og skipulagi félagsins, og geta gert tillögur í þess- um málum. Armann 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ármann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.