Ármann - 01.04.1959, Blaðsíða 43

Ármann - 01.04.1959, Blaðsíða 43
/---------------------------------------------------------------- >. r Heíðursfélagar A rmanns t Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður. t Sigurjón Pétursson, forstjóri. t Jónatan Þorsteinsson, kaupmaður. t Guðmundur Þorbjörnsson, múrari. Halldór Hansen, dr. med. Guðmundur Guðmundsson, kaupmaður, Selfossi. Guðmundur Stefánsson, múrari, Winnipeg. t Matthías Einarsson, læknir. Guðmundur Kr. Guðmundsson, skrifstofustjóri. 'i' Páll Erlingsson, sundkennari. t Helgi Hjálmarsson, prestur, Grenjaðarstað. Benedikt G. Wáge, forseti l.S.l. Hermann Jónasson, alþingismaður. Þórarinn Magnússon, skósmíðameistari. t Eyjólfur Jóhannsson, forstjóri. Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður. Ágúst Jóhannesson, forstjóri. JÓn Þorsteinsson, íþróttakennari. V___________________________________________________________________/ undirleik á píanó, gat ég ekki annað en hugsað til þess fámenna hóps manna hér heima, sem stundar fimleika. Hvers vegna eru þeii svo fáir? Hví hætta flestailir líkamsþjálfun hér á landi milli tvítugs og þrítugs? Þá var röðin komin að okkur. Stúlk- urnar gengu inn á grasvöllinn hratt og ákveðið undir stjórn frú Guðrúnar Nielsen. Að lokinni fánakveðju, var segulbandið sett af stað. Við tóna þess fór fram sýning, sem varð tilefni eftir- farandi blaðagreinar, er birtist í dag- blaðinu Adressavisen: „Hinar ellefu yndislegu þokkagyðj- ur frá Islandi blátt áfram dönsuðu sig inn í hjörtu Þrænda á Lerkendal í gær. I fallegum bláum búningum með stutt- um hvítumpilsum, svifu þær eftir gras- inu, og æfingar þeirra með hringina voru svo glæsilegar að áhorfendur létu fögnuð sinn óspart í ljósi. Enda þótt fimleikar séu ekki keppnisgrein á ís- landi, verður að telja að stjórnandi flokksins, frú Guðrún Nielsen* hafi skapað hér úrvalsflokk nemenda sinna. Æfingar stúlknanna á slá voru einnig glæsilegar. Stöður þeirra voru stílhreinar og öryggið óaðfinnanlegt. I alla staði voru þær verðugir fyrirrenn- arar finnska karlaflokksins, sem sýndi á eftir þeim, og við bjóðum íslenzku stúlkurnar hjartanlega velkomnar aft- ur.“ Ég gekk inn í búningsklefann, til þess að njóta með stúlkunum ánægj- unnar eftir vel heppnaða sýningu. Ég leit yfir hópinn og sá að stúlkurnar stóðu tvær og þrjár saman og föðmuðu hver aðra, sumar kysstust, aðrar grétu. Ég gat ekki horft á þetta án þess að hálfklökkna, og áður en ég vissi af, var ég kominn til frú Guðrúnar og búinn að kyssa hana rembingskoss og óska henni til hamingju með sýninguna. Ekki leið á löngu þar til farið var fram á að flokkurinn sýndi aftur og læt ég fylgja hér með umsögn um þá sýningu úr Arbeiderbladet: „Dagskrá- in hófst með íslenzka kvennaflokknum, og endurtók hann sýninguna frá fyrsta degi mótsins. Hún var, ef mögulegt hefði verið, ennþá betri en hin fyrri og kveníþróttakennararnir voru undr- andi yfir færni íslenzku stúlknanna. Þetta var glæsilegur flokkur og fögur sýning.“ Við notuðum dvölina í Þrándheimi eins vel og auðið var, fylgdumst með sýningum og keppnum hinna ýmsu flokka og einstaklinga, og alltaf var sömu spurningunni að skjóta upp í kollinum. Er það ekki þetta, sem okkur vantar heima? En allt tekur enda. Fimmtudaginn io. júlí kvöddum við Þrándheim með söknuði og ótal minningum um allt, sem á dagana hafði drifið. Aðeins eitt hafði skyggt á veru okkar þar, veðrið hafði ekki ver- ið okkur hagstætt. En það nægði ekki til þess að setja hinn minnsta skugga á þau tengsl, sem höfðu myndast milli okkar og hinna ágætu gestgjafa okkar. Þegar Arne Wold kom inn í járnbraut- arklefann til að kveðja okkur, höfðu stúlkurnar allar ákveðið að kveðja hann með kossi. En þegar á átti að herða, var það aðeins ein þeirra, sem hafði kjark til slíkra stórræða, en Arne brosti bara sínu alúðlega brosi og ósk- aði okkur góðrar ferðar heim. Á leið- inni var sungið af miklu fjöri, sagðar sögur, og sumar stúlkurnar festu með sér vináttubönd við samferðafólk okk- ar, dönsku stúlkurnar, sem á mótinu höfðu verið. I Ósló dvöldum við hjá Oslo Turn- forening, en þar var dvalið í tvær næt- ur. Föstudaginn n. júlí notuðum við til þess að skoða okkur um í borginni. Farið var upp að Holmenkollen og í Vigelandsgarðinn óg síðan út á Bygdö ARMANN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.