Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 2

Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 2
ÁRMANN: 5. tölublað, desember 1965. Útgefandi: Glímufélagið Ármann. Ábyrgðarm.: Eysteinn Þorvaldsson. Prentun: Prentsmiðja Jóns Helgasonar hf. Á síðasta aðalfundi Ármanns voru, að tillögu aðalstjórnar og fulltrúa- ráðs kosnir þrír nýir heiðursfélagar Glímufélagsins Ármanns, og voru þeim afhentar heiðursorður á árshátíð félagsins í marz sl. Þessir nýju heiðursfélagar Glímufélagsins Ármanns, eru þeir Baldur Möller ráðuneytisstjóri, Jens Guðbjörnsson fulltrúi og Ólafur Þor- steinsson stórkaupmaður. Óþarft er að fjölyrða um störf þessara manna í þágu Glímufélagsins Ár- manns. Þeir hafa allir um áratuga skeið unnið mikil og heilladrjúg störf fyrir félagið og aukið hróður þess ýmist sem keppendur, félags- legir leiðtogar eða hvorutveggja. — Ármanni hefur verið ómetanlegur styrkur að starfi þessara manna og því vill félagið heiðra þá að verð- leikum. Eftirtaldir menn hafa verið kosnir manns: j Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður. i Sigurjón Pétursson, forstjóri. i Jónatan Þorsteinsson, kaupmaður. •j Guðmundur Þorbjörnsson, múrari. Halldór Hansen, dr. med. Guðmundur Guðmundsson, kaupmaður, Selfossi. t Guðmundur Stefánsson, múrari, Winnipeg. f Matthías Einarsson, læknir. Guðmundur Kr. Guðmundss., skrifstofustjóri. t Páll Erlingsson, sundkennari. t Helgi Hjálmarsson, prestur, Granjaðarstað. heiðursfélagar Glímufélagsins Ár- Benedikt G. Wáge, heiðursforseti I.S.Í. Hermann Jónasson, alþingismaður. Þórarinn Magnússon, skósmíðameistari. t Eyjólfur Jóhannsson, forstjóri. Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður. Ágúst Jóhannesson, forstjóri. Jón Þorsteinsson, íþróttakennari. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri. Jens Guðbjörnsson, fulltrúi. Ólafur Þorsteinsson, stórkaupmaður. Jens Guðbjörnsson Ólafur Þorsteinsson Baldur MöUer , ./ 2 ÁRMANN Gunnar Eggertsson: Gunnar Eggertsson formaður Glímufélagsins Ármanns Ávarp Árið 1960 urðu merkileg tímamót í sögu Glímufélagsins Ármanns, og síðastliðin ár hefur starfið í þessu elzta íþróttafélagi landsins verið í mótun á vissan hátt. Það hefur reynt mjög á félagshyggju og félags- þroska Ármenninga, eldri sem yngri, og ég vil fullyrða, að félagið hafi staðist þá prófraun með ágætum. Félaginu var skipt í íþróttadeildir með lagabreytingu, sem samþykkt var á aðalfundi 1960. Deildir félagsins voru þá 9 að tölu, en eru nú orðn- ar 11. Samkvæmt hinu nýja skipulagi fékk hver deild aðskilinn fjár- hag og aukið valdssvið um allan rekstur deildanna. Með þessu skipu- lagi kom uupp ný vandamál, sem ýmsir óttuðust að yrðu félaginu að fótakefli. i ' . Aðalstjórn félagsins stóð frammi fyrir þeim vanda, að sameina undir einu merki margar íþróttadeildir, sem flestar voru sjálfum sér nægar fjárhagslega, og stunduðu auk þess æfingar á mörgum stöðum í borg- inni. Sú hætta var fyrir hendi, að fólk í hinum ýmsu deildum yrði fé- lagslegu aðskilið og að fólk í einstökum deildum hætti að þekkja félaga sína í hinum deildunum. Stjórnin einbeitti því starfi sínu að því að vera sameiningarafl fyrir deildirnar og sá aðili, sem þær gætu alltaf leitað til og haft trausta. í þessum tilgangi hefur stjórnin stöðugt leitast við að koma á fundum með forystumönnum enstakra deilda öðru hverju, og stundum félags- ráðsfundum með forystumönnm allra deilda sameiginlega.. Þá hafa stjórnarmenn talið það skyldu sína að hafa stöðugt samband við deildirnar í æfingum þeirra og starfi. Þá var tekin upp merkileg starfsemi í þessu skyni árið 1962, en það var „Starfsdagur Ármanns“, og hefur þeirri ágætu starfsemi verið haldið áfram árlega síðan. Á þessum degi koma fram piltar og stúlkur úr flest- um deildum félagsins og sýna íþróttir. Þetta hefur reynst ákjósanleg starfsemi til að auka samheldni og kynningu deildar og áhorfendur hafa jafnan verið mjög margir. Þá hefur fulltrúaráð félagsins og stjórn þess unnið að því að láta gera heiðursmerki félagsins sem veita skal Ármenningum fyrir gott og langt starf í þágu félagsins. Nú eru merki þessi fullgerð og verður væntanlega byrjað að veita þau innan skamms. í heiðurmerkjanefnd eru þeir Ól- afur Þorsteinsson stórkaupmaður, Baldur Möller ráðuneytisstjóri og ÁRMANN 3

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.