Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 5

Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 5
Ragnar Guðjnundsson þjálfara, Þorkel Steinar Ellertsson, og yngri og eldri frjálsíþrótta- menn Ármanns tóku höndum saman við hann til að auka veg frjálsra íþrótta í félaginu. Þátttaka í æfingum var ágæt allan sl. vetur og sumar. Áhugi fór vax- andi og árangurinn kom greinilega í ljós á sl. sumri, þegar Ármenn- ingar tóku að láta verulega á sér bera í frjálsíþróttamótum, eftir nokk- urt deyfðartímabil. Á Meistaramóti Islands í frjálsum íþróttum hlutu Ármenningar 6 meistaratitla, og verður það að teljast mjög góður ár- angur. Ragnar Guðmundsson varð meistari í 100 m hlaupi og lang- stökki, Kristján Mikaelsson í 400 m hlaupi og 400 m grindahlaupi. Þá sigruðu sveitir Ármanns bæði í 4x100 m og 1000 m baðhlaupi. Hinn ötuli þjálfari, Þorkell St. Ellertsson, var í báðum boðhlaupsveitunum. Hinn ungi og efnilegi frjálsíþróttamaður Ragnar Guðmundsson er sonur hins góðkunna Ármennings, Guðmundar Lárussonar, sem var í hópi okkar fræknustu frjálsíþróttamanna, er mikill ljómi stóð um iyrir um 15 árum, en þá áunnu íslenzkir frjálsíþróttamenn landi sínu mikinn sóma á alþjóðavettvangi. Guðmundur á enn Islandsmetið í 400 m hlaupi, 48,0 sek., sem hann setti á Evrópumeistaramótinu í Briissel 1950. Kristján Mikkaclsson Á. sl. vetri gekkst frjálsíþróttadeildin fyrir námskeiði fyrir drengi, og var kennt í Miðbæjarbarnaskólanum. Námskeiðið stóð frá nýári til vors og tókst með ágætum. Kennari var Einar Hjaltason, einn af hin- um efnilegustu ungu frjálsíþróttamönnum Ármanns. Nú. í haust hætti Þorkell St. Ellertsson störfum hjá félaginu, en hann fluttist austur á Hérað og tók við skólastjórn á Eiðum. Ármenningar þakka honum frábær og ómetanleg störf í sínum hópi, og óska honum allra heilla í nýju starfi. Nýr þjálfari var því ráðinn til frjálsíþróttadeildarinnar í haust, og má segja að aftur hafi gæfan orðið okkur hliðholl, því til starfsins var ráðinn vel menntaður og hæfileikamikill þjálfari, Jóhannes Sæ- mundsson, en hann er nýkominn heim frá löngu íþróttanámi í Banda- ríkjunum. Hyggja Ármenningar gott til samstarfsins við Jóhannes, og vænta þess að fá sem lengst að njóta starfskrafta hans. ÁRMANN 5

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.