Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 8

Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 8
Andstæðingarnir grípa þá örmum utan um hvorn annan. Hægri armur undir vinstri armi keppinautarins (undirtakið) en sá vinstri hefur yfir- takið. Leitast viðfangsmennirnir nú að ná hryggspennutökum. Þykir affararíkast að ná höndum saman til krumlutaks. Bezt þykir að láta handarbak hægri handar snúa að baki viðfangsmannsins. Eftir að tök- um er náð má ekki sleppa þeim. Hver sem í viðureign losar grip handa hefur tapað þeirri viðureign. Hver viðfangsmannanna leitast nú við að fella hinn með brögðum fóta og átaki arma, samfara bolfettum, hlið- beygjum og bolvindum, hnykkjum og sveiflum. Hver viðfangsmanna, sem snertir völlinn eða gólfið með hné eða hverj- um öðrum hluta líkamans, þó hann haldi tökum, hefur tapað. Ef báðir falla, sigrar sá, sem fyrr snertir völlinn eða lendir undir hinum. I'alli þeir jafnt í völlinn hlið við hlið, telst það bræðrabylta (dogfall), og skulu þeir þá takast tökum að nýju. Óleyfilegt er að leggja bragð á með sparki. Brögðin eru þessi: — Hœlkrókur: 1) utan fótar vinstri á hægri (Back heel), 2) innanfótar hnésbótarkrókur (Hank) vinstri fótur í hægrifótar hnésbót; 3) utanfótar hægri á vinstri (outside Glick), oft lagður í hnés- bótina (Hamming); 4) innanfótar hægri á vinstri (Inside Click). Sniðglíma: 1. sniðglíma með vinstri fæti (Crossbuttock); 2. sniðglíma með hægri sér bregða fyrir, en er erfiðara bragð vegna undirtaks hægri arms; 3. sniðglíma niðri einnkum tekin með vinstri (Crandy stepping). Mjaðmahnykkur: Tekinn eingöngu með vinstri mjöðm (Buttock). Klofbragð: 1. með vinstra fæti (Hipe). 2. með hægra fæti (Hipe). 3. Klofbragð tekið með sveiflu nefnist „The swinging Hipe“. Leggbragð: 1. með vinstra fæti (Outside stroke); 2. sést tekið með hægra. Magabragð: (Breast Stroke) Andstæðingi er sveiflað skyndilega til ann- arar hliðar og síðan snöggt til hinnar; sækjandinn fellir sig á bak eftur meðan á sveiflunum stendur, en þegar þeirri seinni er að ljúka beygir hann sig snöggt áfram. Samkvæmt bók D. Websters á þessi upptalning að vera tæmandi varð- andi brögðin. í samanburð við Glímu vantar í C.- og W.-fangbrögðin hnéhnykk og klækju. Líkast til yrðu þau brögð með hryggspennutökum Teikningarnar eru teknar úr bók David P Websters, og sýna nokkur brögð í Cumberland- og Westmorland-f angbrgðum 8 ÁRMANN

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.