Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 9

Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 9
Guðmundur Sigurðsson C.- og W.-fangbragðanna lítt til sigurs fallin, þar eð þau myndu valda tíðum bræðrabyltum. í þessum fangbrögðum er keppt árlega í apríl og síðsumars á héraðs- mótum. C,- og W.-fangbrögðin njóta töluverðra vinsælda og þykja skemmtilegt sjónvarpsefni. Lyftingar Lyftingadeild Ármanns var stofnuð 7. maí 1965. Stofnendur voru nokkrir lyftingamenn er verið höfðu í judodeild Ármanns. — Tilgang- ur deildarinnar er iðkun olympiulyftinga (þríþrautar, sem er pressa, snörun og jafnhending) og kynning íþróttarinnar hér á landi. Upphaf lyftinga var í Þýzkalandi um síðustu aldamót en síðan hefir íþróttin breiðst út um allan heim og nýtur hvarvetn mikilla vinsælda. Á síðustu Olympíuleikjum voru t.d. fleiri keppendur í lyftingum en nokkurri annarri einstaklingsgrein. Áður fyrr byggðust lyftingar að- allega á líkamskröftum og voru nær eingöngu stundaðar af 3—-400 punda beljökum, en síðan hefir íþróttin smá þróast uns hún varð sú tækniíþrótt sem hún nú er. Nú geta allir stundað lyftingar og náð sama árangri og gömlu kraftamennirnir, jafnvel þótt þeir séu meira en helmingi léttari en þeir voru. T.d. lyfti 130 kg. þungavigtarmeistari fyrir 15 árum um 400 kg. sam- tals en nú hefir Miacki, sem var olympiumeistari 1964 í fjaðurvigt (að- eins 59 kg'.), lyft sömu þyngd. Eins og sjá má er þróunin mjög ör og má það þakka því hve mikil áherzla er lögð á tækni- og snerpuþjálf- un. í Sovétríkjunum var mæld snerpa allra helztu íþróttamanna þar- lendis og reyndist liftingamaðurinn Júri Wlassov, núverandi heims- meistari í þungavigt (lyft 580 kg. samt.), hafa mestan viðbragðsflýti. Hér á landi eru lyftingar að mestu óþekktar en á síðustu árum hefur þó náðst athyglisverður árangur og er það mest að þakka prófessor Peter Carleton (Kára Marðarsyni) Kaleforníumeistara í léttavigt, en hann kenndi hér þessa íþrótt í skamman tíma. Nú standa yfir nám- skeið hjá Lyftingadeild Ármanns og hefir talsverð aðsókn verið, en deildinni háir mjög húsnæðisþrengsli og skortur á lærðum þjálfara. Standa þó vonir til að úr þessu rætist. — Núverandi stjórn deildarinn- ar skipa: Óskar Sigurpálsson, formaður, Sigurður Gunnarsson gjald- keri og Guðmundur Sigurðsson ritari. ARMANN 9

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.