Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 10

Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 10
A skíðum í Jósepsdal Skíðaskáli Ármanns í Jósepsdal var nýlega stækkaður og endurbætt- ur að öllum búnaði. Kominn er ágætu1' akvegur í Dalinn, og öll að- staða hin bezta til að taka á móti skíðafólki. Hvergi sunnanlands er betra skíðaland né meiri snjór en á þessu svæði. Skíðaferðir verða í Jósepsdal í vetur á laugardögum kl. 2 og kl. 6 síð- degis og á sunnudögum kl. 10 árdegis þegar veður og skíðafæri leyfir. Lagt er af stað frá BSR í Lækjargötu. í skálanum verður hægt að fá keyptar veitingar af léttara taginu, t. d. kaffi, kökur, heitar súpur, pylsur og gosdrylcki. Verði nægur snjór, verða einnig farnar skíðaferðir í Jósepsdal á mið- vikudagskvöldum. Verður þá farið frá BSR kl. 7 síðdegis. Skíðalyftan verður jafnan í gangi í Jósepsdal og brekkan í Ólafs- skarði upplýst. Skíðakennslu annast eldri félagar úr skíðadeild Ár- manns. Milli jóla og nýárs verður efnt til skíðanámskeiðs í Jósepsdal. Lagt verður af stað úr Reykjavík kl. 2 s. d. á annan jóladag. Námskeiðið Skíðaskálinn í Jósepsdal býður ykkur velkomin. Það er akvegur heim í hlað, og umhverfis er bezta skíða land sunnanlands. 10 ÁRMANN

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.