Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 12

Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 12
Gunnar Eggertsson form., af- hendir verðlaunin. Þátttak- endur í Páskakeppninni talið frá vinstri: Gunnar Gunnars- son, Sæmundur Gunnarsson, Hermann ísebarn, Sveinbjörn Kristjánsson, Herbert Hall- dórsson, Ófeigur Geirmunds- son og Grétar Franklínsson. Efnt var til Páskakeppni Ármanns í fimleikum, og fór hún fram á pálmasunnudag. Keppt var í 1. flokki karla og tókst keppnin mjög vel. Keppendur voru sjö. Keppt var um stóran silfurbikar, sem Glímufélagið Ármann gaf. — Sig- urvegari varð Hermann ísebarn með 57,41 stig. 2. Ófeigur Geirmunds- son 56,66 stig. 3. Gunnar Gunnarsson 49,35 stig. 4. Sæmundur Gunnars- son. 5. Herbert Halldórsson, 6. Sveinbjörn Kristjánsson. Grétar Frankl- ínsson sigraði í þremur greinum, en tók ekki þátt í öllum greinum keppninnar. Þjálfari 1. flokks karla var Þórir Kjartansson. Stjórnandi Páskakeppn- innar var Þorsteinn Einarsson. Ingi Sigurðsson tók saman æfingar á áhöldum en Þorkell St. Ellertsson tók saman æfingar á gólfi fyrir keppnina. 8 piltar úr 1. flokki karla sýndu á Starfsdegi Ármanns að Hálogalandi í apríl, og einnig sýndu þar „old boys“. Síðastliðið sumar fór fimleikaflokkur kvenna í sýningarferð til Þýzka- lands og var sýnt á hátíðahöldum Kielar-vikunnar. Tókust sýningarnar mjög vel og vöktu verðskuldaða athygli. Hermann ísebarn með bikarinrí, sem keppt er imvj „Páskakeppninni". 12 ÁRMANN Fjölþæft starf glímudeildarinnar Keppendur Ármaims á Landsflokkaglímunni 1965. Frá vinstri: Hörður Gunnarsson, form, Glímudeildar Ármanns, Benedikt Kristjánsson, Þorsteinn Hraundal, Valgeir Halldórsson, Guðm. Freyr Halldórsson, Pálmi Guðjónsson, Sverrir Friðriksson, Ragnar Þorvaldsson. Glímudeild Ármanns hóf að vanda vetrarstarf sitt þegar í byrjun októbermánaðar, og fer starfsemin fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu, eins og áður. Má segja, að sjaldan, ef ekki eldr- ei, hafi jafn margir, ungir og eldri, tekið þátt í æfingum hjá deildinni, og það sem af er þessum vetri. Æfingatímar eru nú fleiri en nokkru sinni áður eða átta talsins á viku. Skiptast þeir milli drengja- og karlaflokka þannig, að drengjaflokkar hafa fjóra tíma vikulega og karlar fjóra. Þrátt fyrir þennan tíma- fjölda má segja, að nokkuð skorti á, að deildin hafi á að skipa þeim æfingafjölda, sem nauðsynlegur er til þess að sinna sem skildi þeim drengjaskara, sem nema vill glímuna og látið hafa skrá sig til þátt- töku í æfingum. Er reynt eftir beztu getu að hagræða svo tímum drengjaflokkanna, að allir fái að mestu lært glímubrögðin og nokkuð skilið eðli og tilgang glímunnar. Á þessu hausti urðu þjálfaraskipti hjá deildinni, í karlaflokkum. Sig- urður H. Jóhannsson, sem verið hefur þjálfari síðustu tvö ár lét nú af störfum en við tók hinn góðkunni glímumaður Gísli Guðmundsson, sem var í röð beztu glímumanna landsins um árabil og Islandsmeistari marg sinnis. Það orð fór af glímum Gísla, að hann glímdi einungis af fimleik, snerpu og fegurð. Eru Sigurði H. Jóhannssyni færðar þakkir fyrir störf hans í þágu deildarinnar og Gísli Guðmundsson boðinn velkominn til verka, kennslu og leiks, en hann er ennþá einn af beztu glímumönnum landsins, þó mörg ár séu liðinn frá síðasta glímumóti, er hann tók þátt í. ÁRMANN 13

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.